Elías Áki með tvö silfur á NM ungmenna í Svíþjóð

Elías Áki Hjaltason í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi vann silfur í liðakeppni og silfur í einstaklingskeppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Elías mætti Pal Greger Hansen Bryhn í gull úrslitum í einstaklingskeppni sveigboga karla Open U21 á NUM. Þar sem að Norðmaðurinn tók sigurinn 6-0 og Elías tók því silfrið í einstaklingskeppni á NM ungmenna 2025.

Í gull úrslita leik liðakeppni mætti Elías, ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu Jenný Magnúsdóttir og Maria Kozak, sameinuðu Norðurlandaliði. Þar tók sameinaða Norðurlanda liðið öruggann sigur 6-0 Elías tók því silfrið í liðakeppni ásamt liðsfélögum sínum á NM ungmenna.

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Elías Áki Hjaltason – Silfur (2 sæti) – sveigboga U21 Open karla – BFB
  • Elías Áki Hjaltason – 2 sæti – Sveigboga U21 Open lið (Ísland)

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons