Elías Áki Hjaltason í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni og NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí með góðu gengi.
Elías vann Íslandsmeistaratitil í félagsliðakeppni á Íslandsmóti ungmenna þar sem hann sló einnig 1 Íslandsmet og vann 2 brons í einstaklingskeppni.
Á NM ungmenna seinna i vikunni vann Elías fyrsta leikinn í 32 manna úrslitum gegn Teodor Bjune Bjørnsvik frá Noregi 6-4, en Elías var svo sleginn út í 16 manna úrslitum 6-0 gegn Aksel Mortensen frá Danmörku. Elías endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni á NM ungmenna.
Í liðakeppni NUM vann Elías ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu 6-2 sigur á Noregs liði 2 í 16 liða úrslitum, en voru svo slegin út af aðal liði Danmerkur 6-0 í 8 liða úrslitum. Elías ásamt liðsfélögum (Jenný og Þórir) enduðu því í 6 sæti í liðakeppni.
Niðurstöður á NM ungmenna:
- 6 sæti sveigboga U16 liðakeppni
- 9 sæti sveigboga karla U16 einstaklingskeppni
Niðurstöður á ÍM ungmenna:
- Brons – Sveigbogi karla U16 einstaklinga
- Brons – Sveigbogi U16 einstaklinga (óháð kyni)
- Íslandsmeistari – Sveigbogi U16 félagsliðakeppni
Íslandsmet slegin:
- Sveigboga U16 félagslið undankeppni – 937 stig (nýtt met)
- Elías Áki Hjaltason BFB
- Jenný Magnúsdóttir BFB
Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:
Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet