Daníel Már með gull, silfur og Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna

Daníel Már Ægisson í BF Boganum tók titilinn í sveigboga karla U18, silfur í trissuboga karla U18 og Íslandsmet í blandaðri liðakeppni á Íslandsmóti Ungmenna utanhúss um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúní í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.

Daníel var að keppa í 2 bogaflokkum sem er sjaldgæft. Hann vann gullið í sveigboga með skorið 324 og silfur í trissuboga.

Í gull úrslitum í trissuboga skoraði Daníel 133 stig sem er ekki langt frá Íslandsmetinu en það var 135 stig. En hann var að keppa þar á móti gífurlega sterkum einstaklingi á sínum besta degi.

Daníel sló einnig Íslandsmet í sveigboga tvíliðaleik (mixed team) með Marín Anítu Hilmarsdóttir í sama félagi. Metið var 674 stig en Daníel og Marín völtuðu yfir það með 814 stig, sem er töluvert hopp.

Sýnt var beint frá flestum gull úrslitum mótsins beint á archery tv iceland rásinni á youtube. Hægt er að sjá úrslit á ianseo.net