Daníel Baldursson á EM einum leik frá bronsi

Daníel Baldursson Hvidbro var ekki langt frá brons verðlaunum í trissuboga karla U21 liðkeppni á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Krótar tóku brons úrslitaleikinn í jöfnum leik sem endaði 221-225. Þetta var þriðja EM Daníels, en fysta sinn sem hann leikur til verðlauna.

Liðsfélagarnir Ragnar, Daníel og Kaemungkorn kepptu í brons úrslitaleik trissuboga karla U21 liðakeppni á móti Króatíu á EM. Fyrsta umferð byrjaði jöfn 56-56, Króatar tók svo eins stig forskot 111-112 í miðju leik. Króatar áttu svo frábæra þriðju umferð 54-58 og juku forystuna í 165-170. Strákarnir okkar skoruðu hærra í síðustu umferð leiksins 56-55, en það var ekki nóg til að vinna upp muninn og Króatar tóku því bronsið 221-225 í trissuboga liðakeppni á EM U21. (Í berboga og sveigboga flokkum er farið eftir lotum en í trissuboga eftir samanlögðu skori, í lotu skori hefði leikurinn farið 3-5).

Nokkuð jafn leikur og 4 sæti flott niðurstaða fyrir okkar stráka, þó að það hefði verið gaman að ná bronsinu. Ísland endaði í 8 sæti á EM 2022 og 5 sæti á EM 2024, þetta er besta loka niðurstaða sem Ísland hefur náð í trissuboga karla U21 liðakeppni.

4 sæti trissubogi karla lið U21 fl
Liðsmenn

  • Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn Kópavogur
  • Daníel Baldursson Hvidbro – Skaust Egilstaðir
  • Kaewmungkorn Yuangthong – BF Hrói Höttur Hafnarfirði

Daníel var sleginn út af EM í 16 manna úrslitum á móti Yagiz Sezgin heimamanni (Tyrki). Það var lítið sem Daníel gat gert í þeim leik þar sem að Tyrkinn jafnaði heimsmetið með fullkomið skor 150 stig!!! Eðlilega var það hæsta skor mótsins og lítið hægt að gera en að óska andstæðingnum til hamingju með frábærann árangur. Daníel endaði því í 9 sæti EM U21 trissuboga karla.

Niðurstöður Daníels á EM 2025 í einstaklings og liðakeppni:

  • Daníel Baldursson Hvidbro – 9 sæti trissuboga karla U21 (sleginn út af Tyrkja í 16 manna úrslitum)
  • Trissuboga U21 karla lið – 4 sæti

Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

EM2025: Ísland vann til 5 verðlauna á EM