Dagur Örn Fannarsson BF Boginn og Sigríður Sigurðardóttir BF Hrói Höttur leiða hópinn með hæsta skorið í undankeppni í sveigboga á Íslandsmeistararmótinu í bogfimi.
Dagur sló Íslandsmetið í U21 sveigboga karla með skorið 544 en metið átti Oliver Ormar í BF Boginn og var áður 542. Sigríður sló Íslandsmetið í sveigboga kvenna 50+ með skorið 528 en hún átti metið sjálf áður það var 525 stig.
Hægt er sjá niðurstöður úr undankeppni hér http://www.ianseo.net/TourData/2020/6536/IC.php
Útsláttarkeppnin byrjar kl 13:00 og gull og brons úrslit byrja kl: 14:00 í beinni.
Mótið er haldið í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, Reykjavík.
Hægt er að fylgjast með úrslitum á ianseo.net og á framgangi mótsins í beinni á archery tv iceland rásinni á youtube.