Dagur Ómarsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni og NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí.
Á Íslandsmóti ungmenna varð Dagur Íslandsmeistari í berboga karla U16 flokki ásamt því að taka silfur í berboga U16 óháð kyni.
Á NM í einstaklingskeppni var Dagur sleginn út í 16 manna úrslitum gegn Kristoffer Johannes Hesland frá Norway 6-2. Dagur endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni á NM ungmenna.
Í liðakeppni á NUM voru Dagur og liðsfélagar hans Ragnheiður og Henry slegin út af Norska liðinu í 8 liða úrslitum og enduðu því í 7 sæti í liðakeppni á NM ungmenna.
Samantekt af niðurstöðum Dags á ÍMU og NUM:
- 7 sæti berboga U16 liðakeppni á NM ungmenna
- 9 sæti berboga karla U16 einstaklingskeppni á NM ungmenna
- Íslandsmeistari berbogi U16 karla á ÍMU
- Silfur berbogi U16 Unisex á ÍMU
Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:
Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet