Dagur Ómars tvöfaldur Íslandsmeistari á ÍM ungmenna

Dagur Ómarsson út BF Boganum í Kópavogi vann báða Íslandsmeistaratitla U16 á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 9 ágúst.

Dagur vann Íslandsmeistaratitil U16 karla með mjög öruggum 6-0 sigri í gull úrslita leiknum þar sem andstæðingur hans var Patrekur Ýmir Andrason. Viktor Örn Daníelsson ÍFA tók brons leikinn.

Dagur og Patrekur mættust svo aftur í gull úrslitum um Íslandsmeistaratitil óháð kyni, þar sem Dagur hélt öruggri sigurgöngu áfram með öðrum 6-0 sigri. Alexander Andrason ÍFA tók brons leikinn.

Úrslitaleikjunum í einstaklingskeppni var streymt beint á Archery TV Iceland Youtube rásinni og mögulegt að finna það hér:

Samantekt af helsta árangri á mótinu:

  • Íslandsmeistari berboga U16 karla – Dagur Ómarsson BFB
  • Íslandsmeistari berboga U16 (óháð kyni) – Dagur Ómarsson BFB

Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina