Bríana Birta Ásmundsdóttir í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði keppti á NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí.
Bríana var slegin út af NUM í 8 manna úrslitaleiknum gegn Sara Sjödahl frá Finnlandi og endaði í 7 sæti í einstaklingskeppni. Bríana endaði svo í 5 sæti í liðakeppni með Norðurlandaliði 3 eftir tap gegn Norðurlandaliði 2 í 8 liða úrslitum.
Samantekt af niðurstöðum Bríönu á NUM:
- 5 sæti trissuboga U18 liðakeppni á NM ungmenna
- 7 sæti trissuboga kvenna U18 einstaklingskeppni á NM ungmenna
Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér: