Alþjóðlega er aldursflokka skipting oftast á þriggja ára bili U21, U18, U15 o.s.frv.. En þar sem einu alþjóðlegu mótin sem U15 flokkur frá Íslandi keppir almennt í er Norðurlandameistarmót ungmenna þá er möguleiki á því að keppendur sem keppa í U16 flokki á NUM fái ekki Íslandsmetin sín metin í U16 flokki á NUM (þeas ef að þeir eru á 15 árinu).
Því var ákvörðunin tekin að breyta U15 flokknum í U16 flokk til að samræmast meira hinum norðurlöndunum og koma í vega fyrir ágreining sem upp gæti komið vegna meta.
Breytingin verður formlega samþykkt á næsta fundi bogfiminefndarinnar þar sem vilyrði er komið frá meirihluta stjórnar fyrir breytinguni. En breytingin mun taka gildi frá og með Norðurlandameistaramótinu núna um helgina.
Því geta þeir sem eru á 15 ári á NUM um helgina slegið metin í sínum aldursflokki. (eldri met eru að sjálfsögðu enþá gild þar sem þeir sem voru U15 þegar þeir slóu met eru að sjálfsögðu U16)
Þeir sama hafa skráð sig á Íslandsmótið og gætu keppt á styttri vegalengdum hafa verið látnir vita af breytinguni í emaili. Eins og áður þá geta keppendur að sjálfsögðu keppt í hærri aldursflokki ef þeir vilja það.
Þessi breyting hefur bara áhrif á þá sem eru á 15 árinu og breytingin gerir það bara að verkum að þeir geta keppt á styttri vegalengdum á 15 árinu.