Tveir drengir sem stunda bogfimi ætla að taka yfir Instagram ÍSÍ þann 16. júlí nk.
Oliver Ormar Ingvarsson og Dagur Örn Fannarsson eru 19 ára og hafa þeir stundað bogfimi í rúm 2 ár. Þeir hafa á þeim stutta tíma skipað sér á stall með þeim bestu á landinu. Oliver vann Íslandsmeistaratitilinn í U21 flokki á árinu og Dagur Örn vann titilinn í opnum flokki og þeir hafa verið að skiptast á að hækka Íslandsmetin í U21 flokki. Þeir eru góðir vinir sem eru að miða á sæti á Evrópuleikunum 2023 og Ólympíuleikunum 2024. Þeir æfa bogfimi í Bogfimifélaginu Boganum og keppa báðir í Ólympískum sveigboga. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig dagur vinanna er, en þeir ætla að sýna fylgjendum ÍSÍ frá æfingum og fleiru.
https://www.instagram.com/isiiceland/
https://isi.is/frettir/frett/2020/07/14/Bogfimi-med-instagram/