Birkir Björns í 7 sæti á NM ungmenna í Svíðþjóð

Birkir Björnsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi endaði í 7 sæti í liðakeppni og 9 sæti í einstaklingskeppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Birkir var í 13 sæti í undankeppni mótsins í trissuboga U16 karla og mætti í 16 manna úrslitum Narvi Jensen frá Færeyjum. Þar tók sá Færeyski sigurinn 138-103 og sló Birkir út. Birkir í 9 sæti í einstaklingskeppni NUM 2025. Færeyjingurinn vann mótið á endanum, eitt af fáum skiptum sem Færeyjingar hafa tekið Norðurlandatitil ungmenna.

Í liðakeppni léku Birkir og liðsfélagar, Elísabet Fjóla Björnsdóttir og Sigurbjörg Katrín Marteinsdóttir, í liði Íslands gegn liði Finnlands í 8 liða úrslitum. Þar tóku Finnar sigurinn í leiknum 214-159, slógu Ísland (2) út og Birkir og liðsfélagar enduðu því í 7 sæti í liðakeppni á NUM.

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Birkir Björnsson – 9 sæti – Trissuboga U16 karla – BFB
  • Birkir Björnsson – 7 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland 2)

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons