- Tíðni innlends mótahalds
- Tíðni þátttöku á viðburðum WA (með lið sem samanstendur af bæði konum og körlum)
- Tíðni þátttöku á heimsþingum
Click to access Votes_calculations.pdf
Tvær smáþjóðir (GSSE) hafa fullt atkvæðavægi, Ísland og Lúxemborg, en flestar aðrar smáþjóðir hafa aðeins 1 atkvæði. Þetta fyrirkomulag af viðbótar atkvæðum eftir virkni þjóða var ákveðið á heimsþingi 2019 í Hollandi og heimssambandið áætlar að setja fleiri þróunar og þátttöku kröfur á sambandsaðila sína í framtíðinni s.s. með því að gera heildarstefnu að skyldu fyrir alla sambandsaðila. BFSÍ setti sína fyrstu heildarstefnu 2020 til samanburðar setti Evrópusambandið World Archery Europe sína fyrstu heildarstefnu á Evrópuþingi 2021. Því má segja að þróun BFSÍ sé vel á veg komin miðað við önnur lönd. Þó að þróun sé aldrei lokið og margt sem er áætlað að betrumbæta í framtíðinni innan BFSÍ er ánægjulegt að fá þær fréttir að við stöndum meðal fremstu þjóða í heiminum í okkar íþrótt. BFSÍ mun þó hafa 5 atkvæði á heimsþinginu þar sem Finnska bogfimisambandið hefur óskað eftir því að BFSÍ verði sinn umboðsmaður (proxy) á heimsþinginu þar sem þeir munu ekki taka þátt að þessu sinni. Færri en 15 þjóðir eru bæði umboðsmaður annarar þjóðar og með fullt eigið atkvæðavægi. Haraldur Gústafsson varaformaður mun sitja þingið fyrir BFSÍ að þessu sinni en þetta verður hans fyrsta heimsþing. BFSÍ hefur lagt áherslu á það að sem flestir stjórnarmenn fái reynslu af því að sitja slík þing, bæði svo að reynsla sitji eftir í stjórninni ef til kæmi brottfall stjórnarmanna og til þess að auka einstaklingsbundið tengslanet við alþjóðlegt bogfimistarf. Á síðasta áratug hefur aldrei sami einstaklingur frá Íslandi setið heimsþing. Guðmundur Guðjónsson formaður á Heimsþingi 2017 Mexíkó Mikið er um reglubreytingar á heimþinginu þar sem að aðeins má breyta ákveðnum keppnisreglum á 4 ára fresti vegna Ólympíuleika. Samantekt af helstu breytingum sem verður kosið um á þinginu:- Fjölda örva í undankeppni utandyra breytt úr 72 í 60
- Skífustærð fyrir sveigboga utandyra breytt úr 122cm skífu í 100cm skífu
- X breyttist í 11 stig í skor fyrirkomulagi í trissuboga utandyra
- X breyttist í 11 stig og sveigboga 10 verður að 10 stigum í trissuboga í skor fyrirkomulagi í trissuboga innandyra
- Tíma per ör breytt úr 40 sekúndum í 30 sekúndum