
Bergur Freyr Árnason úr BF Boganum í Kópavogi endaði í 6 sæti í liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti ungmenna – EBU (European Youth Cup) sem haldið var í Catez Slóveníu 27 júlí – 3 ágúst. Mótið var þátttökumesta ungmennamót í sögu World Archery Europe.
Í trissuboga U21 liðakeppni karla var Bergur ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu, í 6 sæti í undankeppni EBU með 1743 stig sem er nýtt Íslandsmet landsliða U21. Þeir mættu því Spænska liðinu í 8 liða úrslitum.
Leikurinn byrjaði nokkuð jafn 56-55, en eftir það settu Spánverjar í háa gírinn og skoruðu næstum fullkomið skor það sem eftir var leiksins. Strákarnir okkar stóðu sig mjög vel, en lítið hægt að gera þegar að hitt liðið gefur ekkert færi á sér. Spánverjar tóku því leikinn og unnu einnig Ítalíu sem voru efstir í undankeppni og leika um gullið síðar í dag. Ísland endaði í 6 sæti.
Vert er að geta að þetta er í fyrsta sinn sem Íslands skipar liði í trissuboga U21 karla í sögu íþróttarinnar á Evrópubikarmóti ungmenna og þetta er í fyrsta sinn sem Bergur keppir á stórmóti í íþróttinni.
Í undankeppni einstaklinga skoraði Bergur 431 stig og var í 32 sæti í trissuboga U21 karla. Í 32 manna úrslitum lék Bergur gegn Ruven Fluss frá Þýskalandi. Þar vann Ruven 144-103 og sló Berg út úr einstaklingskeppni. Bergur endaði því í 17 sæti í lokaniðurstöðum EBU.
Mótið sjálft var án vafa sögulegur viðburður í stærð og fjölda þátttakenda og ekki langt frá því að segja að mótið hafi verið á HM leveli, enda nokkrar þjóðir utan Evrópu sem kepptu á mótinu líka.
- 317 keppendur á Evrópubikarmóti 2017 í Króatíu var áður stærsta ungmennamót í sögu íþróttarinnar í Evrópu
- 363 keppendur á EM ungmenna 2024 í Rúmeníu var áður stærsta ungmennamót í sögu íþróttarinnar í Evrópu
- Stærsta HM í sögu íþróttarinnar 584 og mótið nær því ekki að vera stærra en stærsta HM. En var sambærilegt í fjölda þátttakenda og 2 HM á síðustu 20 árum.
- 393 keppendur voru skráðir á Evrópubikarmótið í Slóveníu núna. Sem er því bæði stærra en öll Evrópubikarmót ungmenna sem haldin hafa verið og stærra en öll EM ungmenna sem haldin hafa verið hingað til. Sem gerir það að stærsta heimsálfu ungmennamóti í sögu íþróttarinnar.
Í heildina með þjálfurum/liðsstjórum voru yfir 500 þátttakendur á EBU í Slóveníu og slær einnig metið í heildarfjölda þátttakenda.
Samantekt af árangri:
- 17 sæti – Bergur Freyr Geirsson BFB – Trissuboga karla U21
- 6 sæti – Trissuboga karla U21 lið
- Ragnar Smári Jónasson BFB
- Kaewmungkorn Yuangthong BFHH
- Bergur Freyr Geirsson BFB
(Fyrsta sinn sem Ísland skipar liði í greininni á Evrópubikarmóti)
- Landsliðs Íslandsmet – Trissubogi U21 karla lið undankeppni 1743 stig
- Ragnar Smári Jónasson
- Kaewmungkorn Yuangthong
- Bergur Freyr Geirsson
- Landsliðs Íslandsmet – Trissubogi U21 karla lið útsláttarkeppni 210 stig
- Ragnar Smári Jónasson
- Kaewmungkorn Yuangthong
- Bergur Freyr Geirsson
Bergur hefur því lokið keppni á Evrópubikarmótinu. En mögulegt verður að lesa nánar um mótið eftir að því lýkur að fullu á vefsíðu Bogfimisambands Íslands hér: