Benedikt Máni Tryggvason í 6 sæti á EM

Benedikt Máni Tryggvason endaði í 6 sæti trissuboga karla liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni í meistaraflokki á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta var fyrsta alþjóðlega mót Benedikts.

Í einstaklingskeppni var Benedikt sleginn út af EM í 32 manna úrslitum gegn Emerican Haney heimamanni (Tyrkja). Benedikt endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni EM.

Í liðakeppni trissuboga voru strákarnir okkar (Alfreð, Benedikt og Gummi) slegnir út í 8 manna úrslitum EM af Dönum margföldum heimsmeisturum í trissuboga meistaraflokki. Leikurinn endaði 235-218 og strákarnir okkar enduðu í 6 sæti á EM.

Niðurstöður Benedikts (eða Hannesar) á EM í einstaklings og liðakeppni:

  • Benedikt Máni Tryggvason – 17 sæti trissuboga karla (sleginn út af Tyrkja í 32 manna úrslitum)
  • Trissuboga karla lið meistaraflokkur – 6 sæti (Slegnir út af Danmörku í 8 liða úrslitum)

Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

EM2025: Ísland vann til 5 verðlauna á EM