
Baldur Freyr Árnason úr BFB Kópavogi í 2 sæti í Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025 í berboga karla U21.
Evrópubikarmótaröðin á þessu ári stóð saman af tveim mótum:
- Evrópubikarmóti Sofía Búlgaríu 11-17 maí
- Evrópubikarmóti Catez í Slóveníu 27 júlí-3 ágúst (sem er núna í gangi)
En Baldur keppti aðeins á öðru þeirra, fyrra mótinu þar sem hann var efstur í undankeppni og vann örugglega. Ludvig komst ekki á fyrra mótið en kom á seinna mótið til að veita Baldur samkeppni, en þá var Baldur fluttur til Ástralíu í skiptinám og missti því af mótinu.
Árið 2024 þá vann Ludvig Evrópumeistaratitilinn innandyra á meðan Baldur tók bronsið. 2025 tók Baldur silfrið, en Ludvig komst ekki á mótið.
Þannig að Ludvig var efstur í undankeppni og vann síðara Evrópubikarmótið örugglega. Þar sem að þeir náðu báðir sama árangri þá er eina sem sker þá að er skorið þeirra á hvoru móti fyrir sig. Þar tekur Ludvig sigurinn og 1 sæti. Baldur endaði því í 2 sæti í Evrópubikarmótaröð ungmenna. Sem er bæði hans besti árangur og besti árangur Íslendings í hans keppnisgrein og í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til verðlauna í Evrópubikarmótaröð ungmenna.
Íslendingar á mótinu tóku við silfur verðlaunapeningnum fyrir Baldur þar sem hann er enþá í Ástralíu og láta hann hafa það þegar hann kemur heim. Sama WAE medalía er veitt fyrir Evrópubikarmótaröð og veitt er fyrir EM. En þetta eru fyrstu medalíur sem Ísland vinnur í Evrópubikarmótaröð ungmenna.
Barebow U21 Men | TOTAL | ||
1 | ROHLIN Ludvig | SWE – Sweden | 656 |
2 | ARNASON Baldur Freyr | ISL – Iceland | 553 |
3 | LAH Roy | SLO – Slovenia | 494 |
4 | SHCHYKOVSKYY Maksym | BUL – Bulgaria | 402 |
5 | JOHNSTON Henry | ISL – Iceland | 181 |
Heildarniðurstöður er hægt að finna í þessu skjali: https://www.ianseo.net/TourData/2025/23521/EYC%20RESULTS%202025.pdf?time=2025-08-01+09%3A15%3A43
Ísland stóð sig gífurlega vel og var í 6 sæti jafnt Bretlandi í heildar niðurstöðum þjóða. En möglegt verður að lesa nánar um Evrópubikarmótaröð ungmenna í frétt frá Bogfimisambandi Íslands hér:
Ísland í 6 sæti jafnt Bretlandi í þjóðaniðurstöðum Evrópubikarmótaraðar ungmenna 2025