Baldur Freyr fyrsti Evrópubikarmeistari í sögu íþróttarinnar og setti heimsmet, Evrópumet og sló Íslandsmetin í öllum aldursflokkum

Baldur Freyr Árnason varð fyrsti Evrópubikarmeistari karla í berbogaflokki í sögu íþróttarinnar og varð einnig fyrsti Evrópubikarmeistari í liða í sögu íþróttarinnar á Evrópubikarmóti ungmenna í Sofía Búlgaríu um helgina.

Á Evrópubikarmótum Evrópska Bogfimisambandsins (World Archery Europe – WAE) hefur hingað til aðeins verið keppt í sveigboga og trissuboga flokkum. Á þessu ári var berboga flokki bætt við sem þriðju keppnisgreininni á Evrópubikarmótum ungmenna.

Sofia Youth Cup 2025 the results of the first stage

Berbogi hefur um margra áratuga bil verið partur af HM og EM í víðavangsbogfimi, HM og EM í 3D bogfimi, EM innandyra og heimsleikum (World Games), en ekki verið keppnisgrein í markbogfimi utandyra hingað til. Hver Evrópuþjóð gat sent tvo keppendur til keppni á Evrópubikarmótið, einn U21 karl og eina U21 konu, sem myndu svo einnig keppa saman í blandaðri liðakeppni (1kk og 1kvk).

Evrópubikarmót ungmenna í Sofía Búlgaríu í síðustu viku var því fyrsta Evrópubikarmót þar sem keppt var í berboga flokki og mögulegt var að verða Evrópubikarmeistari í sögu íþróttarinnar. Baldur kom þar sterkur inn þar sem hann vann silfur í berboga karla einstaklingskeppni á EM innandyra í febrúar á þessu ári í Tyrklandi og brons í einstaklingskeppni á EM 2024.

Baldur var efstur í undankeppni Evrópubikarmótsins með mjög hátt skor 553 og sló á einu bretti Íslandsmetin í meistaraflokki, U21 flokki og U18 flokki með töluverðum  mun. Baldur komst auðveldlega í gull úrslitaleik einstaklinga þar sem hann mætti Maksym Schhykovskyy frá Búlgaríu sem var næst hæstur í undankeppni mótsins. Baldur var því “the favorite to win” en Maksym á heimavelli með stórt stuðningslið. Það hefur mögulega sett viðbótar pressu á Maksym í úrslitaleiknum, á meðan Baldur var sultu slakur og dansaði glaður á úrslitavellinum sama hvað gekk á í leiknum. Baldur tók allavega mjög öruggann 6-0 sigur í úrslitaleiknum og tók því gullið og varð fyrsti Evrópubikarmeistari í sögu bogfimi íþróttarinnar. Er hægt að fá flottari heiður en það.

Ísland var með hæsta skor í undankeppni berboga liða á Evrópubikarmótinu og því talið líklegast liðið til sigurs á mótinu, enda setti Ísland nýtt heimsmet og Evrópumet í greininni í U21 flokki. Ísland vann gull úrslita leik liða á Evrópubikarmótinu á móti Búlgaríu örugglega 6-2 og Ísland varð því fyrsti Evrópubikarmeistari liða í sögu íþróttarinnar. Sem er ansi flottur árangur. Enda Heba Róbertsdóttir sterkur liðsfélagi þar sem hún varð einnig Evrópubikarmeistari í berboga U21 kvenna á Evrópubikarmótinu og vann brons á EM U21 innandyra í febrúar í Tyrklandi.

Baldur keppti í bæði sveigboga og berboga flokki á Evrópubikarmótinu. Þó að hann hafi mikilla hæfileika í berboga (eins og augljóst er á fyrri árangri) þá langar Baldri að ná árangri á Ólympíuleikum í framtíðinni. Þar sem aðeins er keppt í sveigboga á Ólympíuleikum er hann í því ferli að skipta um keppnisgrein (reyndar er líka ný búið að bæta trissuboga við á Ólympíuleika sem verður fyrst keppt í 2028, en það er bara í liðakeppni og það er önnur saga).

En á meðan Baldur er í breytingar ferlinu að skipta um keppnisgrein þá keppir hann í báðum greinum. Vert er að geta að Baldur var aðeins 3 stigum frá því að bæta Íslandsmetið í sveigboga U18 karla í undankeppni mótsins (nýju keppnisgreinni sinni), en hann skoraði 559 stig en metið er 561, þannig að hann er kominn ágætlega á veg í breytingunni og ekki langt í að hann nái lágmörkum fyrir Ólympíuleika ungmenna. En því miður er Baldur 17 dögum of gamall til þess að taka þátt á Ólympíuleikum ungmenna 2026 í Senegal (súrt).

Baldur átti ekki góðann fyrsta leik í sveigboga á Evrópubikarmótinu og var sleginn snemma út í 48 manna leikjum gegn Bence Bors frá Rúmeníu. Leikurinn hefði átt að vera nokkuð jafn en Baldur týndi sjálfum sér í fyrstu tveim lotum leiksins og átti tvö feil skot sem fóru framhjá skotmarkinu á 60 metra færi. Þó að hin skotin hans hafi verið góð í lotunum þá voru feil skotin hans því miður í sitt hvorri lotunni og hann gaf því andstæðingnum nánast 4-0 forskot áður en leikurinn hófst af alvöru fyrir Baldur. Baldur þyrfti því að vinna allar 3 lotur leiksins sem eftir voru til þess að slá Bence út og halda áfram í næsta leik mótsins. Baldur náði að koma sér aftur á strik í þriðju lotunni og tók hana og staðan 4-2. En Bence náði svo fjórðu lotunni og sigrinum 6-2 og sló Baldur út af mótinu (10 stig í pottinum sá sem er fyrr að ná 6 stigum vinnur). Baldur endaði því í 33 sæti í sveigboga U18 á mótinu.

Samantekt loka árangurs Baldurs á Evrópubikarmóti ungmenna í Búlgaríu:

  • Baldur Freyr Árnason – Evrópubikarmeistari (Gull) – Berbogi U21 karla einstaklinga
  • Barebow U21 mixed team – Ísland Evrópubikarmeistari (Gull)
    • Baldur Freyr Árnason
    • Heba Róbertsdóttir
  • Baldur Freyr Árnason – 33 sæti – Sveigbogi U18 karla
  • Íslandsmet Berbogi karla meistaraflokkur – Baldur Freyr Árnason – 553 stig (metið var áður 531 stig frá árinu 2019)
  • Íslandsmet Berbogi U21 karla – Baldur Freyr Árnason – 553 stig (metið var áður 511 stig)
  • Íslandsmet Berbogi U18 karla – Baldur Freyr Árnason – 553 stig (metið var áður 511 stig)
  • Ísland Berboga U21 liðakeppni – Evrópubikarmeistari (Gull)
    • Baldur Freyr Árnason
    • Heba Róbertsdóttir
  • Landsliðsmet í berboga Meistaraflokki liðakeppni – 1046 stig
    • Baldur Freyr Árnason
    • Heba Róbertsdóttir
  • Landsliðsmet í berboga U21 liðakeppni – 1046 stig
    • Baldur Freyr Árnason
    • Heba Róbertsdóttir
  • Evrópumet (unofficial/óstaðfest) í berboga U21 liðakeppni – 1046 stig
    • Baldur Freyr Árnason
    • Heba Róbertsdóttir
  • Heimsmet (unofficial/óstaðfest) í berboga U21 liðakeppni – 1046 stig
    • Baldur Freyr Árnason
    • Heba Róbertsdóttir

Mögulegt er að horfa á alla úrslitaleikina á Youtube rás Evrópusambandsins https://www.youtube.com/@worldarcheryeurope/streams, en vegna veðuraðstæðna, sem voru mjög lakar, þá brotnaði sambandið nokkrum sinnum í streyminu og vantar inn parta af því. En áætlað er að leyfi fáist fyrir að birta leikina líka á Archery TV Iceland Youtube rásinni hér https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland síðar í mánuðinum, þar sem að upptaka leikjana truflaðist ekki.

Nánari upplýsingar um Evrópubikarmótið og gengi Íslands almennt á því er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan.

Íslendingar fyrstu Evrópubikarmeistarar í berboga í sögu íþróttarinnar