Baldur Freyr Árnason úr BF Boganum í Kópavogi var valinn Berbogamaður ársins 2025 af Bogfimisambandi Íslands.
Baldur Freyr átti frábært ár.
Í byrjun árs vann Baldur silfur verðlaun á EM U21 í einstaklingskeppni, aðeins önnur slík verðlaun sem Ísland hefur unnið til á EM í sögu íþróttinnar. Baldur vann einnig silfur í liðakeppni á EM U21 eftir jafntefli og tap í bráðabana gegn Tyrklandi á heimavelli.
Baldur vann bæði gullin í einstaklingskeppni og liðakeppni á Evrópubikarmóti ungmenna í Búlgaríu, í báðum tilfellum fyrstu gull verðlaun sem Ísland hefur unnið til á Evrópubikarmótum í sögu íþróttarinnar.
Í Evrópubikarmótaröð ungmenna vann Baldur til fyrstu verðlauna Íslands í sögu íþróttarinnar með silfur. Þrátt fyrir að Baldur hafi tekið sér hlé frá keppni og æfingum stóran hluta ársins þar sem hann fór í skiptinám til Ástralíu snemma sumars og snéri aftur til Íslands í haust. Hann missti því m.a. af nokkrum ÍM og síðasta Evrópubikarmóti ungmenna á tímabilinu, en hann var það hár á stigum að það hefði nægt honum að mæta til þess að taka gullið og vera titlaður Evrópubikarmeistari.
Baldur sló heimsmet og Evrópumet í liðakeppni og var á forsíðu Evrópska Bogfimisambandsins um skeið. Baldur sló einnig Íslandsmetin í öllum aldursflokkum á árinu (meistaraflokki, U21 og U18) Án vafa ein sterkasta frammistaða Íslendings í sögu íþróttarinnar hingað til.
Þetta er í annað árið í röð sem Baldur er valinn berbogamaður ársins. Baldur er aðeins 17 ára gamall.
Ýmis tölfræði:
- Íslandsmeistaratitlar 2025
- Íslandsmeistari U18 Einstaklinga Karla Sveigboga Innandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Baldur Freyr Árnason
- Íslandsmeistari U18 Félagsliða Óháður kyni Sveigboga Innandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir Baldur Freyr Árnason
- Met 2025
- Íslandsmet Baldur Freyr Árnason Boginn – Kópavogur – UMSK U18 WA Berbogi Karla M Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 553 European Youth Cup Sofia (BUL) 12-17 May 2025
- Íslandsmet Baldur Freyr Árnason Boginn – Kópavogur – UMSK U21 WA Berbogi Karla M Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 553 European Youth Cup Sofia (BUL) 12-17 May 2025
- Íslandsmet Baldur Freyr Árnason Boginn – Kópavogur – UMSK Meistaraflokkur Berbogi Karla M Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 553 European Youth Cup Sofia (BUL) 12-17 May 2025
- Íslandsmet Baldur Freyr Árnason Boginn – Kópavogur – UMSK U18 BFSÍ Sveigbogi Karla M Innandyra Undankeppni Einstaklingsmet 575 Íslandsmót Ungmenna Bogfimisetrið (ISL) 8 Mar 2025
- Landsliðsmet Baldur Freyr Árnason Heba Róbertsdóttir Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ Meistaraflokkur Berbogi Blandað lið Utandyra Undankeppni Liðamet 1046 European Youth Cup Sofia (BUL) 12-17 May 2025
- Landsliðsmet Baldur Freyr Árnason Heba Róbertsdóttir Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ U21 WA Berbogi Blandað lið Utandyra Undankeppni Liðamet 1046 European Youth Cup Sofia (BUL) 12-17 May 2025
- Evrópumet Heba Róbertsdóttir Baldur Freyr Árnason Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ U21 WA Berbogi Blandað lið Utandyra Undankeppni Liðamet 1046 European Youth Cup Sofia (BUL) 12-17 May 2025
- Heimsmet Heba Róbertsdóttir Baldur Freyr Árnason Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ U21 WA Berbogi Blandað lið Utandyra Undankeppni Liðamet 1046 European Youth Cup Sofia (BUL) 12-17 May 2025
- Íslandsmet Baldur Freyr Árnason Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir Boginn – Kópavogur – UMSK U18 BFSÍ Sveigbogi Blandað lið Innandyra Undankeppni Liðamet 1122 Íslandsmót Ungmenna Bogfimisetrið (ISL) 8 Mar 2025
- Landsliðsmet Ragnar Smári Jónasson Henry Snæbjörn Johnston Baldur Freyr Árnason Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ U21 WA Berbogi Karla M Innandyra Undankeppni Liðamet 1250 European Indoor Championships Samsun (TUR) 17-23 Feb 2025
- Niðurstöður í landsliðsverkefnum 2025
- European Youth Cup Leg 1 Sofia Bulgaria Barebow Men U21 Individual Barebow Under 21 Men 1 ARNASON Baldur Freyr 553
- European Youth Cup Leg 1 Sofia Bulgaria Barebow Mixed U21 Teams Barebow Under 21 Mixed Team 1 ARNASON Baldur Freyr 1046
- European Indoor Championships Samsun Turkey Barebow Men U21 Individual Barebow Under 21 Men 2 ARNASON Baldur Freyr 505
- European Indoor Championships Samsun Turkey Barebow Men U21 Teams Barebow Under 21 Men Team 2 ARNASON Baldur Freyr 1250
- European Youth Cup Series Final Mörg lönd Barebow Men U21 Individual Barebow Under 21 Men 2 ARNASON Baldur Freyr 553
- European Indoor Championships Samsun Turkey Recurve Men U21 Individual Recurve Under 21 Men 17 ARNASON Baldur Freyr 7
- European Youth Cup Leg 1 Sofia Bulgaria Recurve Men U18 Individual Recurve Under 18 Men 33 ARNASON Baldur Freyr 559
- European Youth Cup Series Final Mörg lönd Recurve Men U18 Individual Recurve Under 18 Men 74 ARNASON Baldur Freyr 559
Öllum mótum á tímabilinu sem hafa áhrif á valið er lokið og því mögulegt að birta fréttina fyrr.
Ýmsar fréttagreinar:
Baldur Freyr náði alþjóðlegum þjálfararéttindum á vegum Olympic Solidarity og World Archery