Baldur Freyr Árnason í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí með mjög góðum árangri.
Baldur var efstur í undankeppni NM ungmenna með góðum mun, sem setti hann sem sigurstranglegasta keppandann í leikjunum.
Í einstaklingskeppni á NM ungmenna sat Baldur hjá þar til í undanúrslitum vegna stöðu hans í undankeppni NUM. Baldur mætti í undanúrslitum heimmanni Tristan Holbæk frá Danmörku þar vann Baldur mjög öruggann sigur 6-0 og hélt því áfram í gull úrslitaleikinn. Baldur mætti Jonathan Tate frá Svíþjóð í gull úrslitaleiknum og úr varð hörku bardagi. Baldur tók fyrstu lotuna 2-0, Jonathan tók næstu tvær lotur 2-4 og Baldur tók svo fjórðu lotuna og fimmtu lotuna og því sigurinn 6-4. Flestar loturnar voru unnar með 1 stig og því ljóst að leikurinn var mjög jafn, en Baldur tók sigurinn og Norðurlandameistaratitilinn.
Í liðakeppni mætti Baldur ásamt liðsfélögum sínum sameinuðu Norðurlandaliði 2 í 8 liða úrslitum, þar vann lið Baldurs af miklu öryggi 6-0 og þau héldu áfram í undanúrslit. Í undanúrslitum mættu þau Danmerku sem þau sigruðu miskunarlaust og örugglega 6-0 og héldu því áfram í gull úrslita leikinn. Í gull úrslitaleiknum mættu þau Svíþjóð þar sem leikurinn var jafnari og Svíþjóð tók fyrstu lotuna, en Baldur og co. unnu samt öruggann sigur 6-2 og tóku Norðurlandameistaratitilinn.
Samantekt af niðurstöðum Baldurs á NUM:
- Norðurlandameistari berboga karla U18 einstaklingskeppni á NM ungmenna
- Norðurlandameistari berboga U18 liðakeppni á NM ungmenna
- 1 sæti í undankeppni NM ungmenna
Á toppnum í öllu alltaf…. uuu það er ekki hægt að gera betur.
Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér: