
Baldur Freyr Árnason vann silfur verðlaun í berboga karla U21 einstaklingskeppni og silfur í berboga karla U21 liðakeppni á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta eru fjórðu verðlaun sem Baldur hefur unnið á EM U21.
Í einstaklingskeppni keppti Baldur um Evrópumeistaratitilinn í berboga karla U21 flokki við Viktor Darkhanov frá AIN (hlutlausann íþróttamann frá þjóðum sem eru bannaðar úr íþróttinni vegna stríðs eða annarra ástæðna).
Úrslitaleikurinn endaði 6-0 fyrir Viktor og Baldur tók silfrið, en þó að Viktor hafi tekið leikinn í þremur lotum var leikurinn mjög jafn og munaði littlu í hverri umferð í stigum milli þeirra. Baldur var ekki að skjóta illa sá hlutlausi (Rússinn) skaut bara betur þennan dag.
Það var súrt fyrir Baldur að missa af Evrópumeistaratitilnum en á síðasta EM 2024 vann Baldur brons einstaklinga og þetta er því framför og silfur í einstaklingskeppni á Evrópumeistaramóti er frábær niðurstaða, og jafnar bestu niðurstöðu sem Ísland hefur náð á Evrópumeistaramóti í einstaklingskeppni.
Liðsfélagarnir Baldur, Henry og Ragnar kepptu í úrslitaleik berboga karla liðakeppni á móti heimaþjóðinni Tyrklandi á heimavelli. Tyrkir byrjuðu yfir 2-0 og strákarnir okkar tóku svo næstu tvær lotur 4-2. Tyrkir jöfnuðu svo leikinn 4-4 og knúðu fram bráðabana. Í bráðabananum áttu Tyrkir ótrúlega umferð með næstum fullkomið skor og tryggðu sér sigurinn í gull úrslitaleiknum á EM.
Tyrkir tóku því gullið í liðakeppni í bráðabana gegn Íslensku strákunum eftir jafntefli í úrslitaleiknum. Ísland tók gullið á EM 2024.
Silfur berbogi karla lið U21 fl.
Liðsmenn
- Baldur Freyr Árnason – BF Boginn Kópavogi
- Henry Johnston – BF Boginn Kópavogi
- Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn Kópavogi
Baldur var að keppa í bæði berboga og sveigboga flokki á EM. Í einstaklingskeppni sveigboga endaði Baldur í 17 sæti eftir að vera slegin út í 32 manna úrslitum af heimamanni Berkay Akkoyun.
Baldur á núna alla liti af World Archery Europe verðlaunapeningum. Hann tók gullið og bronsið á EM 2024 og nú silfrið komið til að fylla í settið.
Niðurstöður Baldurs á EM 2025 í einstaklings og liðakeppni:
- Baldur Freyr Árnason – Silfur (2sæti) berboga karla U21
- Baldur Freyr Árnason – 17 sæti sveigboga karla U21 (sleginn út af Tyrkja í 32 manna úrslitum)
- Berbogi U21 karla lið – Silfur (2 sæti)
Baldur týndi svo vegabréfinu sínu í Tyrklandi á leiðinni á flugvöllinn. Úr varð löng saga og Gummi varð eftir í Tyrklandi með Baldri að leysa málið og koma honum aftur heim til Íslands. Þrátt fyrir risastóra “WORRY” skiltið á kaffihúsinu á Samsun flugvelli sem var áhugavert þá rættist úr því og þeir eru báðir komnir heim heilir á húfi.
Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: