Baldur Freyr Árnason úr BFB Kópavogi og MR-ingur var valinn berbogamaður ársins 2024 hjá Bogfimisambandi Íslands.
Baldur Freyr vann fyrstu einstaklings verðlaun Íslands á EM U21 á árinu með miklu öryggi, ásamt því að vinna fyrstu gull verðlaun Íslands á EM U21 með berboga karla U21 liðinu. Baldur vann Norðurlandameistaratitilinn í U18 flokki í bæði einstaklingskeppni og liðakeppni af miklu öryggi í Danmörku. Hann sló Íslandsmetið í meistaraflokki sem hefur staðið frá síðasta áratug og sló 8 Íslandsmet á árinu ungmenna. Baldur á nú Íslandsmetin í öllum aldursflokkum í íþróttinni (U16, U18, U21 og Meistaraflokki) og hann vann 5 Íslandsmeistaratitla á árinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem Baldur er valinn berbogamaður ársins. Baldur er 16 ára sem gerir hann yngsta karl sem hefur hreppt titilinn í sinni keppnisgrein. Baldur byrjaði í íþróttinni fyrir um fjórum árum, en byrjaði ekki að æfa af krafti fyrr en fyrir um 18 mánuðum, og það hefur skilað sér vel.
Helsti árangur Baldurs á árinu 2024:
- Norðurlandameistari einstaklinga U18
- Norðurlandameistari liða U18
- Brons EM24 Króatía einstaklingskeppni U21
- Gull EM 24 Króatía liðakeppni U21
- 4 sæti karla ÍM24 innanhúss (meistaraflokkur)
- Silfur karla ÍM24 utanhúss (meistaraflokkur)
- Silfur óháð kyni ÍM24 innanhúss (meistaraflokkur)
- 4 sæti óháð kyni ÍM24 utanhúss (meistaraflokkur)
- Íslandsmeistari félagsliða ÍM24 innanhúss (meistaraflokkur)
- Íslandsmeistari félagsliða ÍM24 utanhúss (meistaraflokkur)
- Íslandsmeistari U18 innandyra karla
- Íslandsmeistari U18 innandyra óháð kyni
- Íslandsmeistari U18 félagsliða
- Íslandsmet meistaraflokkur
- 6 Íslandsmet U18
- 2 Íslandsmet U21
(Það er mögulegt að við séum að gleyma einhverjum árangri. Og Baldur er tæknilega séð yngsta persónan sem hefur hreppt titilinn af því að hann á afmæli seinna en Þórdís hehe, en við köllum það jafntefli og Baldur vann bráðabanann)