Heba Róbertsdóttir í Boganum og Auðunn Andri Jóhannesson í Hróa Hetti slóu Íslandsmetin í berbogaflokkum U18 á fyrsta Sumarmóti BFSÍ um helgina.
Mótið var haldið sunnudaginn 22 maí á Hamranesvelli í Hafnarfirði í frábæru veðri. Það sást varla ský á himni, sól og 13°, en það hefði mátt vera minni vindur. Vindflöggin fuku af skotmörkunum, og því skorin kannski eilítið lægri en ætla mætti hjá mörgum að berjast við vindinn.
Þórdís Unnur Bjarkadóttir í Boganum sýndi þrátt fyrir vindinn sterka frammistöðu á mótinu með skorið 643 í trissuboga kvenna U16. Niðurstaða sem myndi skila henni í eða nálægt verðlaunasæti á flestum Norðurlandameistaramótum ungmenna og vel vert að fylgjast með hennar frammistöðu á NUM í Finnlandi í Júlí. Vert er að geta að Þórdís byrjaði í íþróttinni fyrir minna en ári síðan og þetta er fyrsta utandyra mót sem hún hefur keppt á.
Margir ráku upp stór augu að sjá Magnús Darra Markússon 11 ára gamlan að keppa á 50 metrum í U21 flokki, og en meira að hann skyldi drífa fjarlægðina en til samanburðar keppir U16 flokkur venjulega á 30 metrum og sú fjarlægð er almennt krefjandi fyrir hans aldur.
Flestir keppendur mótsins voru að keppa í fyrsta sinn utandyra á sínum ferli og því nánast allir að mótinu sem gengu út með verðlaunapening fyrir að slá eða setja personal best í mótakerfi BFSÍ á mótinu.
Ánægjulegt var að sjá keppanda frá Skotíþróttafélaginu Drekanum að austan, en félagið er heldur fámennt og hefur ekki tekið þátt í mótum síðustu 4-5 ár.
Fyrsta Íslandsbikarmót BFSÍ var haldið seinni part dagsins þar sem sumir töluðu um að vera að skora sín persónulegu verstu skor, enda vind aðstæður krefjandi (tjaldið fauk) og fyrsta utandyra mót ársins 2022. Freyja Dís Benediktsdóttir átti besta daginn og var með hæsta skor allra trissuboga og Marín Aníta Hilmarsdóttir í Boganum var með hæsta skor af sveigbogum.
Næsta Sumarmót/Íslandsbikamót er 26 júní og allir velkomnir að taka þátt. Næsta mót á dagskrá er fyrsta mótið í Stóra Núps Mótaröðinni 28 maí. https://mot.bogfimi.is/