Astrid skaut hærra skor á EM núna á ómerktu vegalengdunum en hún gerði á merktu og ómerktu vegalengdunum á Evrópuleikum 30+ fyrr á árinu.
Astrid var með 306 stig á 24 ómerktum targetum í dag í fyrri hluta undankeppni EM. Á European Master Games var hún með 300 stig á 12 ómerktum og 12 targetum á merktum fjarlægðum. (Sem væri Íslandsmet, en það er ekki haldið utan um met í víðavangsbogfimi)
Astrid var í hópi með Anne frá Finlandi sem er í 9 sæti og Jana frá Tékklandi sem var í 22 sæti sem skoruðu 390 og 357. Astrid er í 25 sæti.
Seinni partur undankeppni er á morgun en þar verður skotið á 24 skotmörk á þekktum vegalengdum. Samanlagða skorið úr fyrri og seinni deginum er undankeppnin.