Astrid í 8 sæti á Evrópubikarmótinu í Amsterdam

Astrid Daxböck endaði í 8 sæti í liðakeppni og 33 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti – EB (European Grand Prix – EGP) í meistaraflokki í Amsterdam Niðurlöndum 21-26 júlí.

Í liðakeppni voru Astrid ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu, Marín og Valgerði, í 8 sæti í undankeppni EB á nýju landsliðsmeti 1579 stig, metið var 1549 stig áður. Í útsláttarleikjum voru stelpurnar slegnar út af liði Þýskalands (sem vann m.a. brons á ÓL í Tókyó) í 8 liða úrslitum 6-0 og stelpurnar okkar enduðu því í 8 sæti á Evrópubikarmótinu.

Í einstaklingskeppni var Astrid í 39 sæti í undankeppni EB og endaði því á móti Daria Koval frá Úkraínu í 48 manna útsláttarleikjum. Þar tók sú Úkraínska leikinn 6-2 og sló Astrid út og hún endaði því í 33 sæti á mótinu.

Í orðum Astridar:

Nýji regnjakkinn er Astrid approved. Bjargaði amk mér í vikunni í rigningunni. Get ekkert sagt um hvernig hann er í kulda enda er það mjög hlýtt hér

Ok…flestar spurningar sem ég fékk í þessari viku af fólki sem þekkja mig/okkur: Bara stelpur hjá ykkur í þessu skipti? Hvar er Gummi? Ég sá að þú keppir bara í sveigboga hérna? Er þetta veður ekki bara eins og á Íslandi? Lol

Mögulegt er að lesa nánar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Besti árangur Íslands í nokkrum greinum á Evrópubikarmótinu í Amsterdam