
Astrid Daxböck vann brons verðlaun í berboga kvenna liðakeppni á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta eru fyrstu verðlaun sem Astrid hefur unnið á EM í meistaraflokki.
Berboga kvenna liðið tók bronsið í meistaraflokki á EM gegn heimaþjóðinni Tyrklandi, í einum mest spennandi úrslitaleik sem Ísland hefur nokkurtíma átt. Brons úrslita leikurinn byrjaði 4-0 yfir fyrir Íslandi, en Tyrkir náðu að jafna leikinn 4-4 og knýja fram bráðabana um sigur.
Bráðabaninn endaði svo líka í jafntefli 21-21 og því þurfti að mæla hvort liðið ætti örina sem væri nær miðju til þess að ákvarða sigurvegara leiksins. Það getur ekki verið jafnari leikur en það. Þar sem Íslensku stelpurnar voru með örina sem var næst miðju í jöfnum bráðabana þá sigruðu þær og Íslenska liðið tók því bronsið á EM í berboga kvenna.
Glæsilegt hjá stelpunum að taka sigur gegn Tyrklandi á heimavelli í einni flottustu bogfimi þjóðarhöll sem fyrir finnst í Evrópu.
Ítalía vann titilinn í liðakeppni í gull úrslitaleiknum við Rúmeníu 5-1
Brons berbogi kvenna lið m.fl.
Liðsmenn:
- Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur Hafnarfirði
- Valgerður E. Hjaltested – BF Boginn Kópavogur
- Astrid Daxböck – BF Boginn Kópavogur
Astrid hefur tvisvar áður keppt um brons verðlaun á EM í meistaraflokki. Einu sinni með berboga liðinu á síðasta EM (2024) og einu sinni með sveigboga kvenna liðinu sem tapaði bronsleiknum í jafntefli og bráðabana á EM 2024. Astrid hefur einnig unnið silfur og brons verðlaun á EM öldunga í 40+ flokki.
Astrid var að keppa í bæði berboga og sveigboga flokki á mótinu. Í liðakeppni sveigboga voru stelpurnar okkar slegnar út í 8 manna úrslitum af Moldóvu 5-1 og enduðu í 5 sæti á EM. Moldóva og Ísland kepptu um brons á EM í fyrra, þar sem leikurinn endaði í bráðabana sigri Moldóvu sem tók bronsið.
Í einstaklingskeppni endaði Astrid í 9 sæti í berboga eftir að vera slegin út í 16 manna úrslitum af Evrópumeistararnum frá San Marínó Kristina Pruccoli. Í sveigboga einstaklingskeppni var Astrid slegin út af Tsiko Putkaradze frá Georgíu í 32 manna úrslitum.
Astrid var ekki ánægð með frammistöðu sína í undankeppni EM25. En enginn vafi er á því að hún er gífurlega ánægð núna með brons verðlaunin með liðinu, sem voru mjög óvænt þar sem Tyrkneska liðið var talið sigurstranglegra í leiknum. Þetta eru fyrstu verðlaun á EM sem Ísland hefur unnið í berboga meistaraflokki í sögu íþróttarinnar. Er hægt að vera ósáttur við það.
Niðurstöður Astridar á mótinu í einstaklings og liðakeppni:
- Astrid Daxböck – 17 sæti sveigboga kvenna (slegin út af Georgískri konu í 32 manna úrslitum)
- Astrid Daxböck – 9 sæti berboga kvenna (slegin út af San Marinó í 16 manna úrslitum)
- Sveigboga kvenna lið meistaraflokkur – 5 sæti (Slegnar út af Moldóvu í 8 liða úrslitum)
- Berboga kvenna lið meistaraflokkur – Brons verðlaun (3 sæti)
Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: