Íslensk kona í top 100 á heimslistanum í bogfimi.

Astrid Daxböck er fyrsti keppandinn fyrir Ísland að ná þeim árangri að komast í top 100 á heimslista ranking listanum.

Hún er lang efst allra Íslendinga á heimslistanum.

97
6
Astrid DAXBOCK Iceland ISL World Archery Europe 27.500

heimslisti íslendingar 24.08.2016

https://worldarchery.org/athlete/15898/astrid-daxbock

Astrid er í 97 sæti í Trissubogaflokki kvenna þegar þessi grein er skrifuð en við gerum ráð fyrir því að hún eigi eftir að hækka meira í vetur.

Astrid er einnig núna í 42.sæti á Evrópulistanum í trissuboga kvenna.

20160524_115957(0)

Á þessu ári var Astrid meðal annars í 17. sæti á heimsmeistaramótinu innandyra í Ankara í Tyrklandi og í 17. sæti á Evrópumeistaramótinu utandyra í Nottingham í Bretlandi (heimili Hróa Hattar) sem eru hæstu sæti sem Ísland hefur náð á Heimsmeistarmóti og Evrópumeistarmóti

Ekki er hægt að segja að Astrid sé búin að vera í bogfimi lengi en hún byrjaði árið 2013 og keppti á sínu fyrsta World Ranking móti árið 2015. Árið 2016 er búið að vera mikið keppnisár hjá henni og hún er búin að ferðast mikið.

CIMG1788

Við spurðum Astrid nokkurra spurninga.

Hvernig líður þér með afrekið?

Ég er rosalega ánægð og hissa og veit ekki alveg hvað ég á að segja. Mér líður vel, mjög vel. Þjálfarinn minn var búinn að segja mér það oft að þetta væri eitthvað sem ég gæti náð að gera, en ég trúði honum einhvern veginn aldrei. Ég hélt að hann væri bara að reyna að gefa mér sjálfstraust og vera góður við mig, eins og þjálfarar eiga að gera. En hann greinilega meinti það sem hann var að segja og ég er greinilega betri en ég hélt.

Þú ert nýlega byrjuð á því að keppa í báðum bogaflokkunum, sveigboga (ólympískum) og trissuboga, er ekki erfitt að skipta á milli bogana?

Ég er oft búinn að keppa á Íslandsmótum oft í báðum flokkum, en já ég gerði það fyrst núna á erlendu móti, Evrópumeistarmótinu í Bretlandi í sumar, það er rosalega mikill munur að keppa með þessum 2 týpum af bogum. Maður þarf líka að keppa helmingi lengur en allir aðrir þar sem maður er að skjóta í 2 flokkum, ég var að skjóta einn daginn í rúmlega 8 klukkutíma. Við vorum líka að keppa í fyrsta skipti í liðakeppni í trissubogaflokki kvenna á Evrópumeistaramótinu í ár og lentum í 9.sæti.

Heldurðu að þú náir að halda þér í svipuðu sæti í framtíðinni eða jafnvel hækka á heimslistanum?

Úúú, ég veit það ekki, það er rosalega mikið af mjög góðu fólki sem er að keppa þarna. Ég vona að ég nái að hækka mig, ef ég held áfram að æfa eins og vitleysingur og fara á mót þá ætti ég að geta komist í top 50 einhvertíma, en mig langar að sjálfsögðu að komast í top 10 í heiminum einhvertíma í lífinu en það er mjög erfitt að komast svo hátt. Það sem er erfiðast við það er að það kostar mikið að fara á mótin og við fáum engann stuðning frá neinum. Mótin mín 4 á þessu ári kostuðu mig næstum milljón í heildina, en ég spara í mat, fötum og öðru af því að það er ekkert sem mér finnst skemmtilegra en að keppa. Ef ég yrði einhvertíma heimsmeistari sem er erfiðara en að vinna Ólympíumedalíu myndi ég líklega samt ekki fá neinn fjármála stuðning, sem er mjög skiljanlegt við erum ekki stórt land og höfum ekki efni á miklu, en það væri flott ef að árangur væri verðlaunaður á Íslandi í öllum íþróttum ekki bara bolta íþróttum.

CIMG1638

Hvað er næsta mót hjá þér?

Heimsbikarmótið í Marrakesh Marókó í Nóvember er næst mótið mitt, við erum næstum 20 sem erum að fara frá Íslandi að keppa á því móti og við eigum góðar líkur á því að vinna fyrstu medalíu fyrir Ísland á stórmóti. Svo fer ég líklega á 4-5 mót á næsta ári eftir því hvað ég hef efni á því að fara á mörg.

Ertu með eitthvað sérstakt markmið í huga í framtíðinni í bogfimi?

Mig langar að vinna sæti Ólympíuleikana í Tokyo 2020 fyrir Ísland og á Evrópuleikana (Evrópsku Ólympíuleikana) fyrir Ísland árið 2019. Mig langar líka að vinna fyrstu medalíuna fyrir Ísland á stórmóti.

Er eitthvað sem þú vilt segja við fólk um þig?

Ég bjóst aldrei við því að ég myndi komast svona hátt svona fljótt, ég hef aldrei á ævini verið góð í neinu. Mér finnst bogfimi bara rosalega skemmtilega og ég æfi mig rosalega mikið af því að það er gaman. Svo mæti ég í keppnirnar og geri mitt besta, ég get ekki gert betur en það. Og þú gætir gert það líka með mér 🙂

hqdefault