Astrid Daxböck endaði í 9 sæti á Evrópubikarmótinu í Bretlandi í síðustu viku.
- 9 sæti í liðakeppni Evrópubikarmótsins (3kvk)
- 9 sæti í liða undankeppni Evrópuleikana (3kvk)
- 17 sæti í einstaklings undankeppni Evrópuleikana
- 57 sæti í einstaklingskeppni Evrópubikarmótsins
Eftir undankeppni mótsins keppti Astrid ásamt sveigboga kvenna liðinu (3 kvk) í 16 liða úrslitum gegn sterkasta liði í heiminum Þýskalandi. Aðeins munaði 1 stigi að Íslandi hafi jafnað fyrsta settið gegn sterkasta liði í heiminum 49-48, en þær Þýsku tóku settið og þar með 2 stig. Þær Þýsku tóku næstu tvö sett af öryggi og tóku sigurinn 6-0 gegn okkar stelpum. Astrid endaði því í 9 sæti ásamt liðsfélögum sínum Marín Anítu Hilmarsdóttir og Valgerði Einarsdóttir Hjaltested.
Á Evrópuleikum er einnig gefin þátttökuréttur fyrir þjóðir í liðakeppni í sveigboga. Astrid keppti því einnig með liðsfélögum sínum í 16 liða úrslitum sveigboga kvenna í undankeppni um þátttökurétt á Evrópuleikana á móti Hollandi. Þar tóku þær Hollensku fyrstu þrjú settin og því sigurinn 6-0.
Astrid keppti einnig tvisvar í einstaklingskeppni á mótinu einu sinni á Evrópubikarmótinu og einu sinni sem hluta í European Games Qualification Tournament, sem er sér mót en haldið til hliðar við Evrópubikarmótið. Þar var keppt um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana 2023 sem átti eftir að úthluta.
Á Evrópubikarmótinu keppti Astrid gegn Randi Degn frá Danmörku. Þar vann sú Danska fyrstu þrjú settin og enduðu því leikar 6-0. Astrid var því sleginn út og endaði í 57 sæti Evrópubikarmótsins.
Á undankeppnismóti um þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 keppti Astrid gegn Emma Louise Davis frá Írlandi. Leikurinn var mjög jafn, stelpurnar jöfnuðu fyrstu umferð 1-1, Írska tók aðra umferð 1-3 og Astrid tók þriðju 3-3, stelpurnar jöfnuðu svo fjórðu umferðina 4-4. Í síðustu umferðinni átti sú Írska svo frábæra umferð og tók síðasta settið og vann 4-6. Astrid var því sleginn út og endaði í 17 sæti í undankeppni Evrópuleikana og náði því ekki að vinna þátttökurétt fyrir Ísland að þessu sinni.
Evrópubikarmótið var haldið í Lilleshall Sports Centre í Bretlandi 2-8 apríl. Svæðið er eitt af þremur National Training Centers í Bretlandi og er heimasvæði Breska bogfimisambandsins og landsliða þeirra. Veðrið var mjög breytilegt á milli daga eins og sést á mörgum myndunum. Sumir dagarnir voru fínir Íslenskir sumar dagar, aðrir voru við frostmark, kaldir, rigning, vindur og allt þar á milli (svona klassískt Íslenskt sumar, breytist eftir 5 mínútur)
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér:
- Niðurstöðum mótsins á ianseo.net
- Smugmug myndasíðu BFSÍ
- Fréttum á archery.is og bogfimi.is