Síðasta Bikarmóti í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ utandyra 2024 var að ljúka í dag. Astrid Daxböck kom á óvart og tók Bikarmeistaratitilinn í sveigboga utandyra með naumum mun.
Það var spennandi keppni um titilinn í sveigboga þar sem að Astrid Daxböck tók titilinn með aðeins 8 stigum 867 á móti 859 stigum hjá Valgerði E. Hjaltested BFB sem var í öðru sæti. Það mætti segja að munurinn á því að vera Bikarmeistari í sveigboganum hafi ráðist á einni ör af 144 sem teljast til stiga í mótaröðinni.
Þetta er fyrsti Bikarmeistaratitill Astridar, ásamt því er þetta fyrsti einstaklingstitill sem hún hefur unnið til frá árinu 2018 þegar hún vann fjóra Íslandsmeistaratitla. Bæði trissuboga og sveigboga, og innandyra og utandyra, sem er afrek sem enginn hefur komist nálægt en sem komið er að vinna titlana innandyra og utandyra í tveim keppnisgreinum á sama árinu.
Mögulegt er að lesa nánar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:
Mjótt á munum á Bikarmeisturum 2024 eftir síðasta Bikarmót í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ utandyra