Þú heitir?
Astrid Daxböck
Við hvað starfaðu?
Ég er að læra jarðfræði við HÍ en vinn líka í Bogfimisetrinu í Kópavogi, kenni fólkinu hvernig á að skjóta af boga og hjálpa þar meðal annars einnig á barnanámskeiðum.
Menntun þín?
Þetta er soldið flókið, hehe.
Ég er menntaður leikskólakennari en fór seinna að læra fornleifafræði í Vín. Þegar ég flutti til Íslands vann ég í fornleifafræði og hélt líka áfram að læra fornleifafræði í HÍ en kláraði ekki MA ritgerðina mína. Seinna byrjaði ég í grunnnámi í jarðfræði. Tengt bogfimi er planið mitt að læra meira í því og taka þjálfaranámskeið o.fl. svo að ég get líka kennt meira á námskeiðum og þjálfa fólk sem vill æfa reglulega í bogfimi.
Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?
Ég er 33 ára ljón en verð 34 í sumar.
Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Ég bý í Reykjavík en kem upprunalega frá Austurríki.
Uppáhalds drykkurinn?
Bjór, swiss mokka, djús og vatn.
Ertu í sambandi?
Já, með Guðmundi Guðjónssyni. Ég kynntist honum í bogfimi. Það var hann sem kenndi mér bogfimi á grunnnámskeiðinu í Bogfimisetrinu í Kópavogi.
Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Ég hef verið í bogfimi síðan febrúar 2013.
Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Eins og staðan er þá er ég í Boganum. Það er einnig verið að vinna í nýju íþróttafélagi sem heitir Freyja þar sem allt snýst auðvitað um bogfimi. So people, stay tuned 🙂
Hver er þín uppáhalds bogategund?
Sveigbogi! Mér finnst sveigbogar skemmtilegastir því þeir er með svo marga möguleika til að „leika sér og fikta í þeim“ þangað til allt smellipassar saman. Þetta þýðir stundum að maður verður eitthvað brjálaður þegar eitthvað gengur ekki upp eins og maður vill og byrjar að kenna boganum um. En það hefur oft komið í ljós að boginn var í fínu lagi og maður sjálfur gerði eitthvað vitlaust, hahaha.
Þrátt fyrir það er það ekki svo langt síðan að ég fann út hvað það er svakalega skemmtilegt að skjóta líka með trissu- og langboga.
Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Ég er enn að skjóta með fyrsta boganum sem ég keypti. Það er rétthendur sveigbogi frá SF Archery. Dragþyngd bogans var um 30 pund þegar ég mældi hana síðast. Planið er að byrja eftir Íslandsmótið að æfa með örvhentan SF Archery sveigboga í „the Gummi-style“, þ.e. er að skjóta rétthend með örvhentan boga. Þegar ég veit hvort ég held áfram að skjóta með rétt- eða örvhentann sveigboga, vil ég skipta yfir í Hoyt.
Trissuboginn minn er Hoyt Ignite. Hann er ágætur bogi þegar maður er nýbyrjaður að skjóta með trissuboga því hann er lítill, nettur og léttur og passar alveg fyrir mig. Og hann er svartur 😉
Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Íslandsmót innanhúss 2013. Það var fyrsta stóra mótið fyrir mig og ég fór á taugunum því ég var svo stressuð yfir mörgu og langaði helst að hætta að keppa. En allir voru svo góðir við mig, voru að styðja og hvetja mig að halda áfram að keppa. Ég hélt áfram og það var besta ákvörðun sem ég tók. Ég kláraði mótið, sá að ég get gert það og líka hvað það er frábært fólk í kringum mig sem hjálpar hvort öðru og eru til staðar fyrir aðra.
Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Vinna meira í barna-, unglinga- og fjölskyldustarfi og meðal annars að reyna að hvetja fleiri stelpur og konur til að byrja og halda áfram í þessari skemmtilegu íþrótt. Það er enn mikið eftir að gera en mikið er að gerast núna og er í vinnslu.
Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Að það er núna hægt fyrir almenning að stunda bogfimi, að taka námskeið sem eru reglulega í boði, æfa alltaf og að það er reynt að bjóða upp á fleiri mót svo að fólk getur keppt og hist og hvetja fólk til að fara að keppa og slíkt.
Hver er þinn helsti keppinautur?
Er það ekki þannig að maður sjálfur er helsti keppinauturinn? En mér finnst líka gaman að keppa með strákunum í sveigbogaflokknum á mótunum þegar það er enginn kvennaflokkur til eða allir eru að keppa á móti öllum. Núna hlakka ég til Íslandsmótsins þar sem er loksins hægt að keppa með öðrum konum í sveigbogaflokki.
Hvert er markmiðið þitt?
Tengt bogfimi: æfa mikið, svo að ég get seinna farið til útlanda að keppa, t.d. Danmörku á næstu ári (utanhúss) og heimsmeistaramótið innanhús eftir 2 ár o.fl.
Einnig að halda áfram að kenna og þjálfa í bogfimi, gefa þetta áfram sem mér var kennt og sýna hvað það er gaman að vera í bogfimi.
Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Besti árangur minn er þegar ég skora yfir 500. Fyrir utan bogfimi hef ég gaman af útivist, að jeppast, lesa, prjóna, teikna, ljósmyndun, tónlist o.fl. Mér finnst gott að borða skyr, grænmeti, fisk, ost…allt sem er gott.
Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Brostu við lífinu, þá brosir lífið tilbaka. Það er mikilvægast að hafa gaman af lífinu og njóta þess. Það er aldrei of seint að prófa og gera eitthvað nýtt ef ykkur langar til þess. Svo er það einnig aldrei of seint að byrja í bogfimi 😀
Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Ert þú með uppáhaldstónlist þegar þú ert að æfa bogfimi? Eða: hvað hlustar þú helst á þegar þú ert að æfa? (Er bara forvitin 🙂 )