Aðeins 2 evrópubúar voru að keppa á Asia Cup stage 2 í bangkok 2017 Astrid Daxböck og Guðmundur Örn Guðjónsson frá íslandi. (kannski ekki 100% rétt þar sem rússland var líka á mótinu og þeir teljast tæknilega til evrópu)
Úrslitin af mótinu er hægt að finna hér
https://worldarchery.org/competition/16964/2017-asia-cup-world-ranking-tournament#/
Ekki er hægt að segja að mótið hafi gengið áfallalaust fyrir sig og líklega meira fréttnæmt gerst í bangkok en í flestum öðrum keppnum. (Við höfum ekkert skrifað fyrr þar sem Gummi var ekki í ástandi til þess)
Á official practice deginum fór meira en hálfur dagurinn í opening ceremony þar sem allir þáttakendurnir eru látnir standa út í sólinni og hitanum í klukkutíma að bíða eftir að einhver gaur kæmi og svo þegar þeir komu að standa einn og hálfann klukkutíma í viðbót í sólinni að hlusta á óskiljanlegar og tilgangslausar ræður hjá körlum sem enginn veit hver er og enginn hefur áhuga á hlusta á og þeir fá að standa í skugga.
Í upphafi voru Astrid og Gummi skráð í bæði trissuboga og sveigboga flokka en Astrid þurfti að draga sig úr sveigboga keppninni af því að hún var með nýlegann boga og örvar og þar sem það var ekkert utandyrasvæði á Íslandi gat hún ekki stillt bogann inn fyrir 70 metra áður en þau fóru erlendis. Astrid reyndi að stilla bogann inn fyrir vegalengdina á official æfinguni en æfingin var aðeins 2 tímar og því ekki nægur tími til. Gummi hafði aðeins samtals 4 umferðir til að stilla báða bogana sína á réttar vegalengdir áður en hann þurfti að fara á team managers meeting sem var á sama tíma og official practice.
Daginn eftir var Gummi að keppa í sveigboga og þurfti næstum að hætta keppni út af hita. Hitastigið úti var 36°c 60% raki og blanka logn. Eina sem bjargaði því að Gummi náði að klára að skjóta örvunum sínum í sveigboga var að Astrid bauðst til að sækja og skora allar örvarnar fyrir hann þar sem hún var ekki að keppa þann dag. (Ef Astrid hefði ekki gert það hefði Gummi þurft að draga sig úr keppni vegna heilsu). Skorið var ekki gott en frábært miðað við aðstæður 595 stig af 720. Eftir undankeppnina var einn útsláttur í sveigboga karla hann endaði með tapi 6-2, Ástralirnir voru mjög hissa á því hvað Gummi var feginn því að tapa og héldu að hann hefði misskilið úrsliti en það þýddi að Gummi þurfti ekki að mæta aftur á völlinn í sveigboga 2 dögum síðar og það var fátt annað sem gerði hann glaðari en að þurfa ekki að skjóta aftur í svona mikilli vanlíðan. Astrid sólbrann við að sækja örvarnar þrátt fyrir að vera með sólarvörn.
Áður en úrslitin voru skráð var búið að færa Gumma inn í world archery results básinn rétt fyrir utan svæðið sem var airconditioned og hann var kældur niður með íspokum til að ná core temprature niður. Það tók 2 tíma þar til hann gat talað í setningum án þess að stama og var ekki í andnauð.
Kvöldið eftir þennan dramatíska dag var mikil alvarleg umræða um hvort að Gummi ætti að draga sig úr trissuboga keppninni sem var daginn eftir þar sem það var spáð 40°c hita á skotsvæðinu og 80% raka og engum vindi. Ástæðan var sú að Astrid myndi þurfa að sækja allar örvarnar fyrri part dags og keppa sjálf seinni part dags. En Gummi (eins heimskur og hann er) sagði að honum liði betur núna og ef að allt færi í rugl myndi hann draga sig úr keppni (sem hann er að sjálfsögðu of þrjóskur til að gera).
Á leiðinni á völlinn í trissuboga keppnina keypti Astrid íspoka í 7/11 sem Gummi var með á hausnum á meðan á mótinu stóð. Fyrsti íspokinn kláraðist áður en undankeppni hófst og Astrid var með díl við Tælenska herinn sem var á svæðinu um að útvega meiri ís í pokann þegar þyrfti. Samtals bræddi Gummi 5 innkaupapoka á hausnum fyrir hádegi.
Astrid bauðst aftur til að sækja örvarnar fyrir Gumma í trissuboganum svo lengi sem hann myndi gera það sjálfur í útsláttarkeppninni sem var strax eftir undankeppnina um hádegið. Astrid langaði að hvíla sig smá á milli og setja saman bogann sinn. Gummi var í betra ástandi í fyrstu umferðunum enda var skýjað og smá loft hreyfing í fyrri umferðinni þó ástandið hraknaði töluvert í seinni umferðinni. Í útsláttarkeppninni fór Gummi að sækja örvarnar sínar sjálfur í fyrstu 2 lotunum og var yfir í útslættinum þegar hann sagðist ætla að forfeit-a og gat ekki meira því hann gat ekki staðið honum sundlaði svo mikið og átti erfitt með að anda og með stingandi höfuðverk. Dómarinn sagði ertu viss það eru bara 3 umferðir eftir? Astrid sagði að hún myndi sækja örvarnar og skora ef hann vildi reyna að klára þessar 9 örvar sem voru eftir og þá kickaði macho mennskan inn hjá Gumma og hann sagðist ætla að reyna það. Hann hefði betur sleppt því þar sem hann man ekkert hvað gerðist eftir það. Gummi man næst eftir sér hálf nöktum á gólfinu í loftkælda básnum með íspoka á brjóstkassanum með lappirnar upp á stól, muldrandi óskiljanlegar settningar og tók 3 tíma þar til stingandi hausverkurinn hvarf og hann gat staðið sjálfstætt upp aftur.
Seinni part dagsins var Astrid að keppa í trissuboga þá fékk hún fyrst að finna fyrir því hvað skolínan var heit. Fyrri umferðin var mjög erfið fyrir Astrid sökum hita og sólar en það byrjaði smá gola í seinni umferðinni sem náði að kæla hana niður ásamt íspokanum sem hún þurfti einnig að nota til að geta haldið áfram. Undankeppnin gekk ágætlega og Astrid skaut fínt fyrir utan 3 lélegar umferðir. Gummi bauðst til ef hann væri búinn að jafna sig í seinni umferðinni að reyna að sækja örvarnar og skora fyrir Astrid en henni langaði að chatta við stelpurnar á targetinu og hún var líka með Albinu Loginovu á skotmarki (Albina skaut miss í undankeppninni). Í útsláttarkeppninni sem var strax eftir undankeppnina skaut Astrid vel í fyrstu lotunum eftir hvíldina en var svo orðin útkeyrð í lokin og skaut illa í síðustu 2 lotunum. Enda hafði hún sótt örvarnar fyrir Gumma, sjálfa sig og skotið 100 örvum í ógeðslegu veðri.
Íslendingar vöktu semsagt mikla athygli á mótinu og fólki fannst það merkilegt að við lifðum það af að koma úr -5°c á Íslandi og í +40°c í Bangkok og gátum samt skotið öllum örvunum og keppt í BÁÐUM flokkum án þess að hafa tíma til að aðlagast veðurfari.
Nánast öll löndin sem voru að keppa eru frekar heit en öllum þeim fannst óþægilega heitt í bangkok meðal annars keppendurnir frá saudi arabíu og íran sem deildu íspoka á milli sín til að kæla sig. Ein Pakistanskur ætlaði að draga sig úr keppni en náði að þrauka og Áströlunum leið ekki vel (p.s þeir voru flestir að keppa með Helgu í Brisbane Ástralíu en höfðu ekki talað við hana). En við kynntumst mikið af fólki. Gummi ætlar aldrei aftur að koma hinngað en hvetur þá sem vilja prófa að fara til tælands að keppa að vera betur undirbúin fyrir mögulegar veðuraðstæður.
Mótið var qualification fyrir Asíu um 3 sæti á heimsleikana World Games og var því mikil þáttaka á mótinu miðað við venjulega. Þar sem Gummi stóð sig ekki vel út af veðrinu og Astrid þurfti að hætta í sveigboga komumst við ekki í mixed team keppni að þessu sinni.
Matteo frá ianseo var hræddur um að loftnetin fyrir score tabletin þar sem hitastigið á einu þeirra sem var í sólinni fór upp í 62°c og manufacturers tolerance var 80°c
Lexíurnar hèrna eru að ef þú ert að fara til Bangkok kauptu þér kælivesti, íspoka, usb viftu og hleðslubanka, regnhlíf/sólhlíf, föt sem anda mikið og eru mjög ljós á lit, stuttbuxur, mikið af fötum til skiptana (sviti) og mættu helst viku áður en mótið hefst til að geta staðið þig sem best í veðrinu (eða skotið yfirhöfuð) flest liðin gerðu það.
Gerðu líka ráð fyrir því að hitinn breyti öllum stillingum og gæti brætt eitthvað af búnaðinum þínum. Það gerðist fyrir grip tape-ið hjá Gumma og límið sem hélt farsímaveskinu hans saman bráðnaði í vasanum hans og það hrundi í sundur í sveigboga umferðinni, þannig að ekki hafa neitt í vösum. Tape-ið fyrir spin wings hjá Astrid losnaði í hitanum og hún var hrædd um að oddarnir myndu losna úr örvunum sínum.
Ókostir við Tælland eru meðal annars
Það er ekkert transport af hótelinu en sem betur fer er stutt labb á svæðið en til að komast á það þarf maður að ganga yfir mikla umferðar götu (til að hafa eftir Chris Wells “this street is a bit cray cray right”)
Það er ekkert æfingarsvæði þar sem hægt er að æfa á meðan keppnin er í gangi og stilla sig inn.
Út af hitanum og rakanum er allt sticky út af svitanum og erfitt að finna rétt grip og hendin límist oft við andlitið þegar maður anchorar.
Maturinn var ekki eins góður og við bjuggumst við krúa thai er betra á íslandi.
Það er gott airconditioning á hótelinu og hægt að stilla það niður í 20°c en það þýðir að búnaðurinn er 15°c kaldari en loftið á keppnisstaðnum þannig að bogarnir þurfa smá tíma til að jafna sig þar sem þeir verða blautir og foggy fyrstu mínúturnar eftir að maður setur þá saman á vellinum.
Fólkið er flest allt mjög nice og hjálpsamt en fáir tala ensku en eru svo kurteisir að þeir vilja ekki gefa það til kynna þannig að þeir segja bara alltaf yes. Do you understand english? Yes. Where is the mall? Yes. You have no idea of what I am saying? Yes.
Það er 7/11 rétt hjá vellinum og við hliðin á hótelinu þar sem hægt er að kaupa nauðsynjar, ís, sápu, svitalyktareyði, sólarvörn og slíkt.
Winwin, fivics, cartel, decut og eitthvað random kínverskt merki voru með littla bása á staðnum.
Klósetin á keppnisstaðnum voru venjuleg með klósetpappír.
Kalt vatn var auðfáanlegt í flöskum á svæðinu.
Wifi á hótelinu virkar lítið sem ekkert og erfitt að gera eitthvað á netinu yfir höfuð. (Virkar sirka 15% af tímanum.). Það er aðeins betri tenging í lobbyinu.
Gummi sólbrann ekki að utan út af sól en hann brann að innan út af hita. Astrid sólbrann að utan út af sól og leið hörmulega illa að innan.
Allar myndirnar af Astrid eru á cameruni setjum þær inn síðar.