Ari þrefaldur Íslandsmeistari U21 á sunnudaginn

Ari Emin Björk úr ÍF Akur á Akureyri vann alla þrjá Íslandsmeistaratitla U21 sem honum stóð í boði að keppa um á Íslandsmóti U21 sem haldið var sunnudaginn 9 mars.

Í einstaklingskeppni sveigboga karla U21 kepptu í gull úrslitaleiknum Ari og Elías Áka Hjaltason úr BFB Kópavogi. Ari vann gull úrslitaleikinn örugglega 6-0 og tók titilinn.

Í einstaklingskeppni (óháð kyni) sveigboga U21 kepptu í gull úrslitaleiknum Ari og liðsfélagi hans Eva Kristín Sólmundsdóttir. Ari vann úrslitaleikinn mjög örugglega 7-1 og tók titilinn.

Í sveigboga félagsliðakeppni tóku Ari og Eva liðsfélagi hans Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni. Þau tók öruggann 6-0 í gull úrslitaleiknum gegn Boganum í Kópavogi sem endaði í 2 sæti.

Fullkomin frammistaða hjá Ara á ÍM U21. Það er lítið meira hægt að gera en að vinna allt.

  • Íslandsmeistari sveigbogi U21 karla
  • Íslandsmeistari sveigbogi U21 (óháð kyni)
  • Íslandsmeistari sveigbogi U21 félagsliðakeppni