
Ari Emin Björk endaði í 17 sæti í sveigboga U21 karla á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta var fyrsta EM Ara og hans síðasta í U21 flokki.
Ari í Akur á Akureyri (AAA) endaði í 26 sæti í undankeppni EM með 529 í skor. Ari var sleginn út af EM í 32 manna úrslitum á móti Nectarious Condurache frá Rúmeníu. Ari átti eina frábæra umferð í leiknum með fullkomið skor 10-10-10 sem Rúmeninn gat ekki trompað, en það var ekki nóg og Rúmeninn tók sigurinn 6-2 í leiknum. Ari endaði því í 17 sæti EM U21 sveigboga karla einstaklinga.
Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: