Ari Björk þrefaldur Íslandsmeistari og tók Íslandsmet á ÍM ungmenna

Ari Emin Björk úr ÍF Akri á Akureyri vann alla þrjá Íslandsmeistaratitla U21 og setti Íslandsmet í félagsliðakeppni á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 10 ágúst.

Ari vann bæði Íslandsmeistaratitilinn í einstaklingskeppni karla og einstaklingskeppni óháð kyni frekar auðveldlega. Þó að hann hafi fengið væga mótspyrnu í gull úrslitum um Íslandsmeistaratitil U21 óháð kyni gegn Önnu Yu sem hafði unnið bæði U18 kvenna, U18 óháð kyni og U21 kvenna. En það var samt 7-1 öruggur sigur fyrir Ara.

Í félagsliðakeppni var Ari í liði með Freydís Bergsveinsdóttir, þau voru hæst skorandi liðið og tóku því Íslandsmeistaratitil félagsliða og settu Íslandsmetið í greininni með 629 stig.

Ekki amalegur árangur á síðasta árinu sínu í U21 flokki, en Ari verður tvítugur á árinu og þetta er því hans síðasta ár í ungmenna flokkum.

Samantekt af helsta árangri á mótinu:

  • Íslandsmeistari sveigbogi U21 karla – Ari Emin Björk ÍFA
  • Íslandsmeistari sveigbogi U21 (óháð kyni) – Ari Emin Björk ÍFA
  • Íslandsmeistari sveigbogi U21 lið – ÍF Akur
    • Freydís Bergsveinsdóttir
    • Ari Emin Björk
  • Íslandsmet – ÍF Akur – Sveigbogi U21 lið – 629 stig
    • Freydís Bergsveinsdóttir
    • Ari Emin Björk

Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina