Ari Björk í 7 sæti á NM ungmenna í Svíþjóð

Ari Björk í Íþróttafélginu Akri á Akureyri endaði í 7 sæti í einstaklingskeppni og 9 sæti í liðakeppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Ari var í 9 sæti í undankeppni mótsins í sveigboga U21 karla. Ari sat hjá í 32 manna úrslitum og hélt beint í 16 manna úrslitaleikina.

Í 16 manna úrslitum mættust Ari og Robin Hansson frá Svíþjóð. Ari tók fyrstu lotuna 2-0 og Robin jafnaði 2-2 í lotu 2. Ari vann svo næstu 2 lotur og náði nokkuð öruggum sigri á Svíjanum 6-2 og hélt því í 8 manna úrslit NM ungmenna.

Í 8 manna úrslitum mættust Ari og Rasmus Christensen frá Danmörku sem var efstur í undankeppni mótsins. Daninn tók forskotið í fyrstu lotu 2-0, Ari jafnaði í lotu 2 2-2. En svo tók Daninn tvær frábærar lotur og tók sigurinn 6-2. Ari endaði því í 7 sæti í lokaniðurstöðum NM ungmenna 2025.

Í liðakeppni léku Ari og liðsfélagar, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Alís Janey Elmarsdóttir, í liði Íslands gegn liði Noregs í 16 liða úrslitum. Þar tóku Norðmenn sigurinn í leiknum 6-0, slógu Ísland út og Freydís og liðsfélagar enduðu því í 9 sæti í liðakeppni á NUM.

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Ari Björk – 7 sæti – sveigboga U21 karla – ÍFA
  • Ari Björk – 9 sæti – Sveigboga U21 lið (Ísland)

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

https://bogfimi.is/2025/07/08/islendingar-a-nm-ungmenna-taka-heim-4-gull-9-silfur-og-6-brons/