Ari Björk í 33 sæti á þátttökumesta ungmennamóti í sögu World Archery Europe

Ari Björk í ÍF Akri á Akureyri endaði í 33 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti ungmenna – EBU (European Youth Cup) sem haldið var í Catez Slóveníu  27 júlí – 3 ágúst. Mótið var þátttökumesta ungmennamót í sögu World Archery Europe.

Í undankeppni Evrópubikarmótsins skoraði Ari 587 stig sem er aðeins nokkrum stigum frá Íslandsmetinu í sveigboga U21 karla sem er 593.

Ari var nægilega hátt í undankeppni mótsins til þess að sitja hjá í fyrsta útslætti (1/48 eða 96 manna útslátt, þar sem að topp 8 sitja hjá fyrstu tvo leikina). Hann hélt því beint í 48 manna útsláttarleikina.

Í 48 manna útsláttum (1/24) lék Ari gegn Johnny Smart frá Bretlandi sem var í 14 sæti í undankeppni mótsins. Þar tók Smart sigurinn 7-1 og Ari endaði því í 33 sæti í lokaniðurstöðum Evrópubikarmóts ungmenna í Slóveníu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ari keppir utandyra á alþjóðlegu stórmóti ungmenna og hans síðasta ár í U21 flokki þar sem hann verður 20 ára á árinu. Þetta var  einnig í fyrsta sinn sem að Íslands sendir sveigboga U21 karl á Evrópubikarmót ungmenna utandyra. Hann setti því staðalinn fyrir framtíðar kynslóðir til að bæta í aldursflokknum og keppnisgreininni. Ari keppti einnig á EM U21 innandyra fyrr á árinu.

Mótið sjálft var án vafa sögulegur viðburður í stærð og fjölda þátttakenda og ekki langt frá því að segja að mótið hafi verið á HM leveli, enda nokkrar þjóðir utan Evrópu sem kepptu á mótinu líka.

  • 317 keppendur á Evrópubikarmóti 2017 í Króatíu var áður stærsta ungmennamót  í sögu íþróttarinnar í Evrópu
  • 363 keppendur á EM ungmenna 2024 í Rúmeníu var áður stærsta ungmennamót í sögu íþróttarinnar í Evrópu
  • Stærsta HM í sögu íþróttarinnar 584 og það nær því ekki að vera stærra en stærsta HM. En var sambærilegt í fjölda þátttakenda og 2 HM á síðustu 20 árum.
  • 393 keppendur voru skráðir á Evrópubikarmótið í Slóveníu núna. Sem er því bæði stærra en öll Evrópubikarmót ungmenna sem haldin hafa verið og stærra en öll EM ungmenna sem haldin hafa verið hingað til.

Í heildina með þjálfurum/liðsstjórum voru yfir 500 þátttakendur á EBU í Slóveníu og slær einnig metið í heildarfjölda þátttakenda.

Ari hefur því lokið keppni á Evrópubikarmótinu. En mögulegt verður að lesa nánar um mótið eftir að því lýkur á vefsíðu Bogfimisambands Íslands hér:

Home