Anna Yu þrefaldur Íslandsmeistari á ÍM ungmenna

Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi vann þrjá Íslandsmeistaratitla og tók eitt silfur á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 9-10 ágúst.

Anna vann báða Íslandsmeistaratitlana í U18 flokki (kvenna og óháð kyni) á Íslandsmóti U16/U18 á laugardaginn. Á Íslandsmóti U21 á sunnudaginn vann hún Íslandsmeistaratitil U21 örugglega með 6-0 sigri í úrslitaleiknum, en karlarnir náðu að stoppa sigurgöngu hennar í gull úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn U21 óháð kyni þar sem hún tapaði 7-1 og tók silfrið.

3 af 4 mögulegum Íslandsmeistaratitlum sem hún gat unnið er býsna vel gert.

Samantekt af helsta árangri á mótinu:

  • Íslandsmeistari sveigboga U18 kvenna – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
  • Íslandsmeistari sveigboga U18 (óháð kyni) – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
  • Íslandsmeistari sveigboga U21 kvenna – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
  • Silfur sveigboga U21 (óháð kyni) – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB

Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina