Feðginin, Akureyringarnir og Íþróttafólk BFSÍ 2022 Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson eru að keppa á JVD Open í Hollandi um helgina. Mótið þekkist einnig undir nafninu Kings of Archery. Keppni hefst um 6:00 í fyrramálið en Anna og Alfreð eru að keppa fyrstu 60 örvar af sinni undankeppni í síðasta holli dagsins milli 13:45 til 17:00 (allt að Íslenskum tíma, staðar tími er +1 klst)
JVD Open er ekki hefðbundið mót, fer t.d. ekki eftir reglum World Archery (WA) og tengist ekki Indoor World Series. Mótið svipar meira til Vegas Shoot í Bandaríkjunum og má t.d. skjóta extra þykkum örvum 10.7mm (símastaurum eins og þær eru kallaðar sem brandari á Íslandi) á meðan 9.3mm er hámarkið í WA keppni. Skotið er 90 örvum í undankeppni, í trissuboga fást 10 stig fyrir bæði innri og ytri tíu, í sveigboga og berboga fást 10 stig fyrir innri og ytri tíu og 9 hringinn (semsagt færð 10 fyrir að hitta í gula almennt í sveigboga og berboga).
Í fyrstu tveim umferðum í úrslitum mótsins er sama fyrirkomulag og í undankeppni mótsins, en svo í öllum umferðum eftir það er hefðbundið skor eins og í WA reglum (semsagt innri tía fyrir trissuboga og ytri tía fyrir sveigboga). Allir þeir sem ná fullkomnu skori á 90 örvum í undankeppni mótsins komast í úrslit, ef 8 eða færri náðu fullkomnu skori halda 8 áfram í úrslit. Í úrslitum eru allir keppendur að skjóta á sama tíma og þeir keppendur sem skora hæsta skorið halda áfram í næstu umferð, það er endurtekið þar til aðeins einn keppandi stendur eftir sem sigurvegari.
Einnig er einn “joker” sem fær að taka þátt í úrslitum mótsins og byggist það á sigurvegara úr bráðabana á milli topp 200 keppenda sem komust ekki í úrslit mótsins.
Skotið er á Vegas triple skífur (þríhyrningslaga) á mótinu en skiptingin er óhefðbundin. Keppendur merktir A og B byrja á því að skjóta fyrstir alltaf og skjóta alltaf á neðri skífur allan fyrri helming undankeppninnar. Svo er tilkynnt um skiptingu fyrir seinni helming undankeppni þess dags, þá byrja keppendur merktir C og D alltaf að skjóta fyrstir og skjóta alltaf á neðri skífurnar. Mjög algeng mistök sem keppendur gera á þessum mótum er að gleyma sér og skjóta á sömu skífu eftir að það hefur verið tilkynnt um skiptingu, sem er það sama og að skjóta öllum örvum framhjá.
Keppendur hengja upp sínar eigin skífur svipað og gert er á Bikarmótum BFSÍ.
Einnig eru viðbótar skemmti keppnir sem eru partur af þessu móti eins og “Nerves of steel” þar sem skotið er á málm plötu með litlu gati og markmiðið að hitta í gatið annars tortímir maður ör 😅
JVD Open er sérstaklega vinsælt mót meðal BeNeLux landa, Þýskalands og Frakklands en í heildina eru um 870 keppendur frá 43 löndum (570 af þeim frá Benelux, Þýskalandi og Frakklandi)
Mögulegt er að fylgjast með úrslitum mótsins á ianseo.net: https://www.ianseo.net/Details.php?toId=11888
Mögulegt er að finna nánari upplýsingar um mótið á heimasíðu mótsins: https://www.kingsofarchery.com/