Anna mun keppa í brons úrslitaleik Veronicas Cup kl 13:30 að staðartíma í dag (11:30 á Íslandi)
Hægt er að horfa á úrslitaleikinn live á WorldArchery youtube rásinni. https://www.youtube.com/watch?v=YW4witgfEC4
Útsláttarkeppni einstaklinga var í gær. Anna sat hjá þar til í 16 manna úrslitum, þar hafði hún betur gegn Barbora Galova frá Slóvakíu með nýju U21 Íslandsmeti 142-137. Í 8 manna úrslitum gegn Alexandra Silva sigraði Anna 142-138. Í 4 manna úrslitum keppti Anna á móti Toja Ellison um hver færi í gull keppnina en þar hafði Toja betur 148-140. Vert er að geta að Toja Ellison nýbúin að slá Evrópumet í blandaðri liðakeppni á mótinu.
Þannig að Anna mun mæta Stefania Merlin frá Lúxembourg í brons úrslitum mótsins.
Við hvetjum alla til að fylgjast með 😊
Hægt er að sjá frétt um gengi Önnu fyrr á mótinu í þessari frétt. En stutt samantekt er 4 Íslandsmet (fimm með metinu i gær), fjórða sæti í undankeppni mótsins og gull með trissuboga kvenna liðinu.
Þetta er í annað sinn sem trissuboga kona frá Íslandi keppir um brons úrslitaleik á Veronicas Cup, en fyrst var það Ewa Plosaj árið 2019 en Ewa tapaði þeim leik. Ef Anna vinnur bronsið núna verða það fyrstu einstaklingsverðlaun í opnum flokki sem Ísland hefur unnið á World ranking móti.