Anna María í 57 sæti á HM

Anna María Alfreðsdóttir í ÍF Akur Akureyri endaði í 57 sæti í einstaklingskeppni á HM í Gwangju Suður-Kóreu. Anna endaði einnig í 43 sæti í mixed team liðakeppni (1kk+1kvk) ásamt föður sínum og var aðeins 4 stigum frá því að tryggja Íslandi þátttökurétt á HM í undankeppni liða þar sem hún endaði í 25 sæti í undankeppni HM ásamt liðsfélögum sínum.

Anna vann sér þátttökurétt í útsláttarleikjum einstaklingskeppni HM í undankeppni með 661 stig þar sem hún endaði í 96 sæti. Topp 104 keppendur halda áfram í útsláttarleiki HM.

Í útsláttarkeppni HM mætti Anna í fyrsta útslætti I-Jou Huang frá Chinese Taipei þar sem Anna var slegin út 147-132.

Íslenska trissuboga kvenna liðið (Anna/Eowyn/Þórdís) var aðeins 4 stigum frá því að tryggja sér þátttökurétt í liðakeppni á HM. En Filippseyjar náðu yfirhöndinni í seinni part undankeppni HM og náðu þátttökuréttinum af Íslandi með mjög naumum mun 1976-1972. Efstu 24 lið halda afram eftir undankeppni HM utandyra og Ísland endaði í 25 sæti (Filippseyjar í 24 sæti). Mjög súrt fyrir stelpurnar að það munaði þetta littlu, munurinn var bara 2 góð skot í staðin fyrir allt lagi skot af 216 skotum var eini munurinn, en þær stóðu sig allar mjög vel.

Anna var með hæsta skor Íslensku trissuboga kvenna keppendanna og endaði því í blandaða liði Íslands með föður sínum, Alfreði Birgissyni, sem var hæsti Íslenski karlinn. En þau enduðu í 43 sæti í undankeppni blandaðra liða og náðu ekki inn topp 24 liðin sem taka þátt í útsláttarleikjum HM.

Yfir 500 keppendur og 75 þjóðir tóku þátt á HM í markbogfimi utandyra að þessu sinni, en nánar er hægt að lesa um HM í þessari frétt Bogfimisambands Íslands:

Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á HM í S-Kóreu