Anna María í 4 sæti á Evrópubikarmótinu í Amsterdam

Anna María Alfreðsdóttir endaði í 4 sæti í liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti – EB (European Grand Prix – EGP) í meistaraflokki í Amsterdam Niðurlöndum 21-26 júlí.

Í liðakeppni voru Anna ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu, Þórdísi og Eowyn, í 4 sæti í undankeppni EB. Stelpurnar töpuðu í undanúrslitum gegn Þýskalandi 230-215 og kepptu því við heimamenn Holland á heimavelli um bronsið. Þar tóku heimamenn sigurinn 228-213 og bronsið Stelpurnar okkar enduðu því í 4 sæti á Evrópubikarmótinu.

Í fyrsta útsláttarleik í einstaklingskeppni Evrópubikarmótsins mættust Anna og Paola Natale frá Ítalíu. Þar tók sú Ítalska sigurinn 142-136 og Önnu út og hún endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni á mótinu.

Mögulegt er að lesa nánar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Besti árangur Íslands í nokkrum greinum á Evrópubikarmótinu í Amsterdam