Anna María Alfreðsdóttir úr ÍF Akri á Akureyri sýndi flott frammistöðu og komst í topp 32 úrslit í meistaraflokki trissuboga kvenna á World Series í Strassen Lúxemborg um helgina 15-17 nóvember.
Anna endaði í 30 sæti af 57 konum í undankeppni mótsins með 566 stig. Anna endaði svo á móti Amanda Mlinaric frá Króatíu í fyrsta útslætti þar sem Amanda tók sigurinn 148-143 og Anna endaði því í 17 sæti á World Series.
Anna hoppaði upp um 22 sæti á heimslista í 156 sæti og upp um 6 sæti á Evrópulist í 57 sæti eftir mótið. Aðeins 32 efstu í meistaraflokki á World Series fá stig á heimslista, en það er ekki langt síðan því fyrirkomulagi var bætt við.
Anna komst í útslátt, Alfreð 4 stigum frá Íslandsmeti og Eowyn í 2 sæti í second chance