Anna María Alfreðsdóttir á EM með brons

Anna María Alfreðsdóttir fékk brons í trissuboga kvenna liðakeppni og endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni í meistaraflokki á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta voru önnur önnur brons verðlaun Önnu á EM (næstum þriðju).

Í einstaklingskeppni var Anna slegin út í 16 manna úrslitum af Giulia Di Nardo frá Ítalíu 149-143. Anna átti flottan leik en lítið hægt að gera þegar andstæðingurinn skorar 1 stigi frá fullkomnu skori. Anna endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni EM í meistaraflokki. Sú Ítalska tók bronsið síðar á mótinu.

Gaman er að geta þess að í 32 manna úrslitum var Íslendingur á móti Íslendingi í fyrsta leik sem er frekar sjaldgæft. Þar sigraði Anna liðsfélaga sinn Eowyn 140-139 til að komast í 16 manna úrslit.

Í liðakeppni trissuboga voru stelpurnar okkar (Freyja, Eowyn og Anna) ekki langt frá því að komast í gull úrslitaleikinn. Í undanúrslitum gegn heimaþjóðinni á heimavelli endaði leikurinn 233-227. Ítalía tók titilinn á móti Tyrklandi og Ísland tók bronsið.

Brons trissubogi kvenna lið m.fl.
Liðsmenn

  • Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogur
  • Eowyn Mamalias – BF Hrói Höttur Hafnarfjörður
  • Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur Akureyri

Við nefndum fyrr í greininni að þetta væri næstum þriðju verðlaun Önnu, en hún keppti um bronsið í einstaklingskeppni U21 á EM 2022.

Niðurstöður Önnu á EM í meistaraflokki einstaklings og liðakeppni:

  • Anna María Alfreðsdóttir – 9 sæti trissuboga kvenna (slegin út af Ítala í 16 manna úrslitum)
  • Trissuboga kvenna lið meistaraflokkur – Brons verðlaun (3 sæti)

Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

EM2025: Ísland vann til 5 verðlauna á EM