Anna Guðrún Íslandsmeistari U21 kvenna

Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir úr BFB Kópavogi vann Íslandsmeistaratitil U21 kvenna Íslandsmóti U21 sem haldið var sunnudaginn 9 mars.

Í einstaklingskeppni sveigboga kvenna U21 kepptu í gull úrslitaleiknum Anna og Eva Kristín Sólmundsdóttir úr ÍFA Akureyri. Úrslitaleikurinn var mjög jafn en Anna tók sigurinn 6-4 og Íslandsmeistaratitil U21 kvenna.

Í einstaklingskeppni (óháð kyni) sveigboga U21 vann Anna bronið gegn liðsfélaga sínum Elías Áka Hjaltason.

Í sveigboga félagsliðakeppni U21 tóku Anna og Elías Áki Hjaltason liðsfélagi hennar silfrið eftir tap í úrslitaleiknum gegn ÍF Akur 6-0.

Fín frammistaða hjá Önnu á ÍM U21, en hún var með yfirburði í U18 flokki.

  • Íslandsmeistari sveigbogi U21 kvenna
  • Brons sveigbogi U21 (óháð kyni)
  • Silfur sveigbogi U21 félagsliðakeppni

Anna Yu þrefaldur Íslandsmeistari U18 á laugardaginn