Anna Guðrún í 9 sæti á NM ungmenna í Svíþjóð sentimeter frá því að halda lengra

Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi endaði í 9 sæti í liðakeppni og 9 sæti í einstaklingskeppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Anna var í 10 sæti í undankeppni mótsins í sveigboga U18 kvenna. Anna sat hjá í 32 manna úrslitum og hélt beint í 16 manna úrslit.

Í 16 manna úrslitum mættust Anna og Elvira Eriksson frá Svíþjóð í ótrúlega jöfnum og spennandi leik. Anna tók fyrstu lotuna 26-24 og því 2-0 forskot í leiknum. Elvira tók næstu tvær lotur og snéri leiknum við í 4-2 forskot fyrir Svíjann. Anna tók svo fjórðu lotuna og jafnaði leikinn 4-4 og aðeins ein lota eftir. Þær jöfnuðu síðustu lotuna 27-27 og skiptu því stigunum fyrir lotuna 1-1 sem þýðir að staðan var 5-5 jafntefli og því þurfti bráðabana til að skera úr um hver væri sigurvegarinn og héldi áfram í 8 manna úrslit. 1 ör hærra skorið vinnur. Elvira skaut fyrst og hitti 9, Anna skaut svo og hitti líka 9. Bráðabaninn var því jafn og því þurfti að mæla hvort örin væri nær miðju til að ákvarða sigurvegara. Þar tók Svíjinn sigurinn með 9 nær miðju og Anna slegin út og endaði því í 9 sæti á NM ungmenna með minnsta mögulega mun.

Í liðakeppni léku Anna og liðsfélagar, Lucas Gaetti og Viljami Yli-Olli, í sameiginlegu Norðurlandaliði (Nordic Team) gegn liði Svíþjóðar (2) í 16 liða úrslitum. Þar tóku Svíjar sigurinn í leiknum 6-0, Anna og liðsfélagar enduðu því í 9 sæti í liðakeppni á NUM.

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – 9 sæti – sveigboga U18 kvenna – BFB
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – 9 sæti – Sveigboga U18 lið (Nordic Team)

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons