Alfreð neitar að falla og tók Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð á ÍM25 um helgina

Alfreð Birgisson vann sinn fjórða Íslandsmeistaratitil karla utandyra í röð og annað Íslandsmeistaratitil óháð kyni í röð á Íslandsmeistaramótinu utandyra sem haldið var í Þorlákshöfn 21-22 júní.

Þetta var einnig 6 Íslandsmeistaratitill karla sem Alfreð vann, en það er mesti fjöldi Íslandsmeistaratitla karla í skráðri sögu íþróttarinnar. Hann er fyrsti til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni bæði innandyra og utandyra á sama ári og fyrsti til þess að vinna 2 slíka titla, þeim titli var bætt við árið 2023 á ÍM innandyra og utandyra.

Í gull úrslitaleik ÍM karla mættust Alfreð og Dagur Örn Fannarsson (24 ára) úr BF Boganum. Leikurinn byrjaði jafn, algjörlega jafn. Fyrsta umferð 26-26, önnur umferð 28-28 þriðja umferð 26-26, Alfreð náði svo eins stigs forystu í fjórðu umferðinni 28-27 og heildar skorið 108-107. Alfreð náði svo frábærri síðustu umferð með 29 stig á móti 25 og tryggði sér sigurinn, gullið og Íslandsmeistaratitil karla fjórða árið í röð. Ragnar Smári Jónasson (19 ára) tók bronsleikinn við Berg Frey Geirsson (15 ára).

Í gull úrslitaleik óháð kyni mættust Alfreð og Þórdís Unnur Bjarkadóttir (17 ára) úr BF Boganum sem vann silfur á Evrópubikarmóti ungmenna í Búlgaríu í maí og vann trissuboga kvenna titilinn. Alfreð byrjaði með góða umferð á mót lakri frá Þórdísí 27-22 og byrjaði með 5 stiga forskot, í annarri umferð skaut Alfreð fullkomið skor 30 á móti 26 frá Þórdísi sem var ótrúlegt miðað við veður aðstæður og jók forskotið í 9 stig. Þórdís náði að saxa forskotið niður um 3 stig í þriðju umferð 25-28. Þau jöfnuðum fjórðu umferð 28-28 og Alfreð tók svo síðustu umferðina 25-15 eftir feil skot frá Þórdísi sem skoraði 0. Þó að sú ör hefði endaði í 10 hefði Alfreð samt unnið með góðu forskoti með frábæru starti í leiknum. Alfreð tók því sinn annan Íslandsmeistaratitil óháð kyni. Freyja Dís Benediktsdóttir (20 ára) tók bronsið í leik við Dag Örn Fannarsson (24 ára).

Alfreð neitar að falla fyrir yngri kynslóðinni sem er að koma upp þrátt fyrir að nýja kynslóðin sé sterk og að ná góðum árangri erlendis. Alfreð eyddi mörgum árum í að komast í nánast alla gull úrslitaleiki á öllum ÍM en enda á því að tapa þeim öllum og taka silfur. Maður gat bókað það að gull leikurinn yrði Alfreð gegn einhverjum. Þar til árið 2022 þegar að silfur curse-ið hans brotnaði og hann vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hann hefur ekki sleppt honum síðan þó að oft hafi munað mjóu.

Samantekt af árangri Alfreðs á ÍM25 utandyra: 

  • Íslandsmeistari Trissuboga karla – Alfreð Birgisson ÍFA
    • Fjórði titill Alfreðs í röð utandyra og elsti Íslandsmeistarinn á mótinu 49 ára. Síðasti flokkurinn sem yngri kynslóðin hefur ekki náð að yfirtaka. Last man standing
  • Íslandsmeistari Trissuboga (óháð kyni) – Alfreð Birgisson – ÍFA
    • Fyrsti titill Alfreðs óháð kyni utandyra, annar í röð á þessu ári þar sem hann vann einnig óháð kyni innandyra. Double trouble.
  • Lengsta óbrotna sigurröð Íslandsmeistaratitla trissuboga karla utandyra – 4
  • Mesti fjöldi Íslandsmeistaratitla karla – 6
  • Mesti fjöldi Íslandsmeistaratitla óháð kyni – 2
  • Lengsta óbrotna sigurröð Íslandsmeistaratitla óháð kyni – 2

Mögulegt er að lesa nánar um Íslandsmeistaramótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Íslandsmeistaramótið utandyra byrjaði í ofsaveðri en endaði í blíðu og nýtt þátttökumet á árinu á Íslandsmótum í meistaraflokki