Alfreð Birgisson úr ÍF Akri Akureyri stóð sig mjög vel í meistaraflokki trissuboga karla á World Series í Strassen Lúxemborg um helgina 15-17 nóvember.
Alfreð var með 584 stig af 600 mögulegum í undankeppni mótsins, sem er aðeins 4 stigum frá Íslandsmetinu, og eftir því sem best er vitað personal best hjá Alfreð. Það var þó ekki nóg til að komast inn í útsláttarkeppnina að þessu sinni þar sem að aðeins topp 32 halda áfram í úrslit World Series móta og gífurlega hörð keppni er í trissuboga karla.
47 sæti af 109 keppendum er samt flottur árangur hjá Alfreð á mótinu og gaman að geta þess að 11 faldur heimsmeistari sem er nú sestur í helgan stein var í 52 sæti á mótinu 2 stigum undir Alfreð, bara til að gefa til kynna erfiðleika stig mótsins. Alfreð er 3 árum yngri en fyrrum heimsmeistarinn sem er 51 árs.
Alfreð hafði þó ekki lokið keppni. Í “second chance” tournament, sem er stutt auka keppni fyrir þá keppendur sem komast ekki áfram í útsláttarkeppni (úrslit) mótsins, sýndi Alfreð mjög sterka frammistöðu og Alfreð endaði í 6 sæti af 80 trissuboga körlum sem voru skráðir til leiks (Fyrrum heimsmeistarinn var í 24 sæti, en hann vinnur núna sem landsliðsþjálfari Suður-Kóreu, sem er sterkast þjóð í bogfimi í heiminum. Alfreð er einnig þjálfari í ÍF Akri á Akureyri)
Anna komst í útslátt, Alfreð 4 stigum frá Íslandsmeti og Eowyn í 2 sæti í second chance