Alfreð Birgisson Íslandsbikarmeistari annað árið í röð

Alfreð Birgisson varð Íslandsbikarmeistari í trissuboga utandyra annað árið í röð á lokamóti Íslandsbikarmótaraðar BFSÍ 2025 sem var haldið laugardaginn 19 júlí síðastliðinn í Þorlákshöfn.

Þetta var í fjórða sinn sem Alfreð hreppir titilinn Íslandsbikarmeistari, en hann hefur nú unnið titilinn tvisvar innandyra og tvisvar utandyra. Alfreð var einnig eini keppandinn sem náði að verja Íslandsbikarmeistaratitilinn á milli ára í sinni keppnisgrein trissuboga, titlarnir í sveigboga og berboga skiptu um hendur og langboga var veittur í fyrsta sinn.

Fyrir lokamótið í Þorlákshöfn í júlí var Alfreð í öðru sæti í Bikarmótaröðinni með 1285 stig aðeins 6 stigum undir keppandanum sem var í fyrsta sæti. Því var ljóst að lokamótið yrði spennandi og úrslitin myndu ráðast þar.

Á lokamótinu náði Alfreð góðu skori, var hæstur í undankeppni og hoppaði í fyrsta sæti og tók sigurinn með 1344 stig heildarstig, á móti keppandanum í öðru sæti sem var með 1330 stig. Úr 6 stigum á eftir í 14 stiga sigur á lokamótinu, er ansi vel af sér vikið.

Topp 3 í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ 2025 Trissubogi:

  1. Alfreð Birgisson ÍFA 1344 stig
  2. Ragnar Smári Jónasson BFB 1330 stig
  3. Anna María Alfreðsdóttir ÍFA 1233 stig

Bikarmótaröð BFSÍ samanstóð af þremur Íslandsbikarmótum 2025:

  • Íslandsbikarmót Sauðárkrókur Maí
  • Íslandsbikarmót Þorlákshöfn Júní
  • Íslandsbikarmót Þorlákshöfn Júlí

Þeir keppendur sem eru með tvö hæstu skor samanlagt úr undankeppni Íslandsbikarmóta tímabilsins hreppta titilinn Íslandsbikarmeistari 2025 í sínum keppnisgreinum.

Bikarmótaröðin er keppni óháð kyni, þar mætast því karlar/konur/kynsegin í keppni um hver sýnir bestu frammistöðu að meðaltali yfir tímabilið.

Enginn skortur hefur þó verið á samkeppni við Alfreð um titlana síðustu ár í trissuboga. Til að gefa dæmi um hve mikil samkeppni Alfreð er að díla við: Þó að Alfreð hafi unnið Íslandsbikarmeistaratitilinn eftir undankeppni lokamótsins þá náði hann aðeins 4 sæti á lokamótinu eftir útsláttarleikina, sem var eitt af mjög fáum skiptum sem Alfreð kemst ekki á verðlaunapall á Íslandsbikar eða Íslandsmeistaramóti. Keppandinn í öðru sæti í mótaröðinni var í 7 sæti á EM U21 í febrúar, keppandinn í þriðja sæti var í 4 sæti á EM U21 2022 og því engin lömb að leika sér við. Sigur í flokki með samkeppni á háu stigi er vel af sér vikið og alltaf sætur sigur.

Trissubogi Bikarmeistari Innandyra
2025 Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn – Kópavogur
2024 Alfreð Birgisson – ÍF Akur – Akureyri
2023 Alfreð Birgisson – ÍF Akur – Akureyri

Trissubogi Bikarmeistari Utandyra
2025 Alfreð Birgisson – ÍF Akur – Akureyri
2024 Alfreð Birgisson – ÍF Akur – Akureyri
2023 Sámuel Peterson – ÍF Akur – Akureyri

Nánari upplýsingar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Bikarmeistarar utandyra 2025 – Haukur – Helgi – Alfreð – Marín