
Alfreð Birgisson endaði í 6 sæti trissuboga karla liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni í meistaraflokki á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar.
Alfreð stóð sig vel í undankeppni en allir Danir voru í hans vegi og hann var sleginn út af Dana í 32 manna úrslitum og á móti Danmörku í 8 liða úrslitum.
Alfreð mætti Martin Damsbo frá Danmörku og góðum vini Íslendinga. Þó að Martin sé einn vinalegast íþróttamaður í íþróttinni (og með verðlaun þess til sönnunar) þá gaf hann ekkert eftir í leiknum á móti Alfreð og skoraði 1 stigi frá fullkomnu skori, tók leikinn 149-140 og sló Alfreð út í 32 manna úrslitum. Alfreð endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni EM.
Í liðakeppni trissuboga voru strákarnir okkar (Alfreð, Benedikt og Gummi) slegnir út í 8 manna úrslitum EM af Dönum margföldum heimsmeisturum í trissuboga meistaraflokki. Leikurinn endaði 235-218 og strákarnir okkar enduðu í 6 sæti á EM.
Niðurstöður Alfreðs á EM í einstaklings og liðakeppni:
- Alfreð Birgisson – 17 sæti trissuboga karla (sleginn út af Dana í 32 manna úrslitum)
- Trissuboga karla lið meistaraflokkur – 6 sæti (Slegnir út af Danmörku í 8 liða úrslitum)
Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: