Alfreð Birgisson er bikarmeistari BFSÍ 2023 í trissuboga flokki og í þriðja sæti á World Series Open heimslista sem stendur

Bikarmótaröð Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) 2022-2023 lauk í dag á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri var krýndur bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki í dag. Ásamt titlinum fá allir bikarmeistarar BFSÍ 50.000.kr í verðlaunafé. Þeim stendur til boða að fá þær greiddar út eða að nota þær upp í kostnað sinn við þátttöku í innlendum mótum eða landsliðsverkefna.

Niðurstöður Bikarmóta BFSÍ eru einnig tengd við World Series Open innandyra mótaröð heimssambandins (World Archery), niðurstöður út bikarmóti BFSÍ í dag eru ekki komnar inn en sem komið er, en staða Bikarmeistara BFSÍ á World Series Open heimslista er algerlega ótrúleg

Alfreð Birgisson er í 3 sæti trissuboga karla á heimslista World Series Open sem stendur. Anna María Alfreðsdóttir (dóttir Alfreðs) er í 2 sæti í opnum flokki og 1 sæti í U21 trissuboga kvenna, en þau voru bæði nýlega valin íþróttafólk ársins hjá BFSÍ, þau slóu bæði Íslandsmetið utandyra með sama skori 683 í karla og kvenna á síðasta ári, unnu bæði Íslandsmeistaratitlana innandyra og utandyra í trissuboga kk/kvk á síðasta ári, þannig að bardaginn milli þeirra heldur áfram. Staðan núna mögulega 1 stig fyrir Alfreð að vera bikarmeistari og 1 stig fyrir Önnu að vera hærri á Worlds Series Open heimslista? Og þá líklega jafnt í feðgina bardaganum hehe, þau útkljá þetta á EM innandyra í febrúar

World Series Open tímabilið hófst 1 nóvember og er ekki en lokið. Því gæti okkar fólk lækkað eitthvað á World Series Open heimslista eftir að öðrum mótum í mótaröðinni á heimsvísu lýkur og listinn er uppfærður í síðasta sinn. Margir sterkir keppendur í heiminum eiga eftir að taka þriðja skor og gætu þá hoppað hærra á lista. Lokaniðurstöður World Series Open U21 ranking munu liggja fyrir 10 janúar, en í fullorðinna munu lokaniðurstöður líklega koma út 5 febrúar. En samt frábær árangur hjá okkar fólk á tímabilinu, vel af sér vikið að vera hátt á heimslista og aðeins örfáir daga eða vikur eftir af mótaröðinni. Það eru því góðar líkur á því að Ísland muni eiga nokkra í top 10 í mismunandi keppnisgreinum 💪

World Series Open innandyra mótaröðin samanstendur af mörgum tugum eða hundruðum móta um allan heim sem mæta kröfum og stöðlum World Archery til þess að vera partur af mótaröðinni. Starfsfólk BFSÍ hefur verið eitt það iðnasta við að skipuleggja slík mót. Stig á World Series Open heimslistanum byggjast á þremur bestu niðurstöðum keppenda úr undankeppni móta sem tengd eru mótaröðinni, hvar sem þau eru haldin í heiminum.

Alfreð vann einnig bikarmót BFSÍ í dag, sem var síðasta mótið í bikarmótaröð BFSÍ. Ásamt því var Alfreð 2022 íþróttamaður ársins, trissuboga maður ársins, Íslandsmeistari innandyra og utandyra o.fl. og tók við eitthvað af verðlaunum sínum fyrir árið á bikarmótinu í dag. Býsna gott síðasta ár það og flott start á nýju ári..

Bikarmeistarar BFSÍ árið 2023 eru:

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi er bikarmeistari BFSÍ í sveigbogaflokki
  • Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri er bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki
  • Guðbjörg Reynisdóttir úr BF Hróa Hetti í Hafnarfirði er bikarmeistari BFSÍ í berbogaflokki

Konur sýndu hörku og sigruðu bardaga kynjana árið 2023 með tvo af þrem bikarmeistaratitlum. En um langt skeið var útlit fyrir að konur myndu taka alla þrjá titlana 2023. Bikarmótaröð BFSÍ er kynlaus (keppni óháð kyni/unisex) og er opin öllum iðkendum innan aðildarfélaga BFSÍ.

Við óskum þeim öllum til hamingju með titilinn og árangurinn.

Svo förum við á EM innandyra í febrúar og tökum þetta, áfram Ísland við viljum verðlaun heim takk 🙏

P.s. eru þessi tvö eitthvað skyld? Hvurs konar, ef þetta er brosið fyrir cameruna þá notum við bara þær myndir 😂