Alfreð Birgis slegin út af heimsmeistaranum á HM í Kóreu

Alfreð Birgisson úr ÍF Akri Akureyri endaði í 57 sæti í einstaklingskeppni á HM í Gwangju Suður-Kóreu. Alfreð endaði einnig í 43 sæti í mixed team liðakeppni (1kk+1kvk) ásamt dóttur sinni Önnu Maríu Alfreðsdóttir.

Alfreð vann sér þátttökurétt í útsláttarleikjum HM í undankeppni með 677 stig þar sem hann endaði í 99 sæti. Topp 104 keppendur halda áfram í útsláttarleiki HM.

Alfreð mætti þó engu lambi í fyrsta útsláttarleik HM. Heimsmeistarinn árið 2021 Nico Wiener frá Austurríki var fyrsti andstæðingur Alfreðs. Alfreð stóð sig vel í leiknum en aðeins of margir 10/9 liner-ar og heimsmeistarinn gaf lítið færi á sér og tók sigurinn 148-142.

Alfreð var með hæsta skor Íslensku trissuboga karla keppendanna og endaði því í blandaða liði Íslands með dóttur sinni, Önnu Maríu Alfreðsdóttir, sem var hæsta Íslenska konan. En þau enduðu í 43 sæti í undankeppni blandaðra liða og náðu ekki inn topp 24 liðin sem taka þátt í útsláttarleikjum HM.

Yfir 500 keppendur og 75 þjóðir tóku þátt á HM í markbogfimi utandyra að þessu sinni, en nánar er hægt að lesa um HM í þessari frétt Bogfimisambands Íslands:

Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á HM í S-Kóreu