Albert Ólafsson keppti síðustu helgi í 50+ flokki á European Master Games 2019 (Evrópuleikum öldunga)
Albert endaði í 24 sæti af 35 sem kepptu í hans flokki eftir undankeppnina með 619 stig aðeins 16 stigum frá Íslandsmetinu í trissuboga karla 50+
Albert var nægilega hár í undankeppni til að sitja hjá í fyrsta útslætti. Í öðrum útslætti lenti Albert á móti DE GREEF Luc frá Belgíu sem var í 9 sæti í undankeppni.
Luc var mjög sterkur í útslættinum og sló Albert út 139-130. Þess má geta að Íslandsmetið í útsláttarkeppni trissuboga 50+ er 139 stig og því hefði Albert þurft að slá Íslandsmetið til að sigra þennan útslátt.
Albert var ekki mjög heppinn þar sem Luc skoraði aðeins 123 stig í næsta útslætti og hefði Albert því unnið hann hæglega ef að Belginn hefði ekki tekið sitt best skor á móti Alberti.
Michael Aubrey frá Bretlandi tók gull í flokknum gegn Aulis Humalajoki frá Finlandi 144-139 og Bernhard Hodel frá Austurríki tók brons gegn Danilo Chinotti frá Ítalíu 139-138.